Fótbolti

Tímabilið búið hjá Kjartani og Hauki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kjartan Henry í leik með KR í sumar.
Kjartan Henry í leik með KR í sumar. Mynd/Valli
KR-ingar hafa orðið fyrir blóðtöku en þeir Kjartan Henry Finnbogason og Haukur Heiðar Hauksson spila ekki meira með liðinu á tímabilinu.

Báðir fóru í aðgerð vegna hnémeiðsla í gær en þetta staðfesti Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við Vísi í dag.

„Þeir hafa báðir verið að bíta á jaxlinn í talsverðan tíma og í sjálfu sér hefði átt að grípa til þessa úrræðis fyrr," sagði Kristinn. „Haukur var með brjóskskemmdir í hné, sem og Kjartan sem var einnig með tognað liðband."

„Þessi ákvörðun var tekin í samráði við lækna og í raun var ekkert annað í stöðunni, þó svo að það sé vissulega slæmt að missa þá."

Fram kemur á frétt Fótbolta.net að Kjartan Henry verði frá í 4-6 mánuði og Haukur Heiðar í þrjá mánuði. Kristinn gat ekki staðfest það í samtali við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×