Íslensk löggjöf vekur athygli víða um heim 14. ágúst 2012 08:15 Talskona Stígamóta Guðrún segir íslenska vændislöggjöf framtíðarsýn í mörgum löndum, en eftirfylgni lögreglu hér á landi sé aftur á móti verulega ábótavant. Fréttablaðið/GVA Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hefur ferðast um allan heim undanfarin ár til að kynna „sænsku leiðina“ sem var innleidd í lög hér á landi árið 2009 og gerir kaup á vændi refsiverð. Guðrúnu hefur meðal annars verið boðið til Edinborgar, S-Afríku, Bergen, Brussel, Istanbúl, Nepal, Íraks, Rómar og New York, til að halda fyrirlestra um fyrirkomulagið, sem hún segir vera framtíðarsýn fjölmargra landa. „Þessi leið þykir framsýn og endurspegla þá hugmyndafræði sem við viljum kenna okkur við,“ segir hún. „Það er mikill áhugi fyrir því sem verið er að gera á Íslandi.“ Hún bætir þó við að það sé í meira lagi ósanngjarnt að kaupendur vændis séu enn ekki gerðir ábyrgir fyrir gjörðum sínum. Vændi blómstri hér á landi og nektarstaðir séu enn starfræktir, þrátt fyrir lagabreytingar. „Við höfum margoft sagt að lykilinn að blómstrandi klám- og vændisiðnaði sé svokölluð viðskiptaleynd,“ segir Guðrún og undirstrikar að karlar muni kaupa konur svo lengi sem þeir séu öruggir með að ekki komist upp um þá. „Hér eru gífurlegir fjármunir í húfi og því getur vændi aldrei verið svo hulið að kaupandinn finni það ekki. En ef það er nógu sýnilegt fyrir hann, er það nógu sýnilegt fyrir lögregluna.“ Vændi verður að vera sett í söluvænar pakkningar til að það seljist, segir Guðrún. „Þú sérð hvergi rauða bókstafi sem stafa: Vændishús – hér geturðu keypt fórnarlömb mansals.“ Það er alltaf búið að setja það í búning eins og nudd, súludans eða einkadans. Annars selst það ekki.“ Hún segist vera afar stolt af lagaumhverfinu hér á landi, en vildi þó óska þess að því væri einnig framfylgt. Hún fagnar því aukna fjármagni sem hefur verið sett í að uppræta skipulagða glæpastarfsemi í landinu og vonast til þess að stjórnvöld standi við þau orð sem sögð hafa verið varðandi aukinn kraft í baráttunni við vændi. „Þetta er verkefni sem við ætlum að eyða orku í á næstunni.sunna@frettabladid.is Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hefur ferðast um allan heim undanfarin ár til að kynna „sænsku leiðina“ sem var innleidd í lög hér á landi árið 2009 og gerir kaup á vændi refsiverð. Guðrúnu hefur meðal annars verið boðið til Edinborgar, S-Afríku, Bergen, Brussel, Istanbúl, Nepal, Íraks, Rómar og New York, til að halda fyrirlestra um fyrirkomulagið, sem hún segir vera framtíðarsýn fjölmargra landa. „Þessi leið þykir framsýn og endurspegla þá hugmyndafræði sem við viljum kenna okkur við,“ segir hún. „Það er mikill áhugi fyrir því sem verið er að gera á Íslandi.“ Hún bætir þó við að það sé í meira lagi ósanngjarnt að kaupendur vændis séu enn ekki gerðir ábyrgir fyrir gjörðum sínum. Vændi blómstri hér á landi og nektarstaðir séu enn starfræktir, þrátt fyrir lagabreytingar. „Við höfum margoft sagt að lykilinn að blómstrandi klám- og vændisiðnaði sé svokölluð viðskiptaleynd,“ segir Guðrún og undirstrikar að karlar muni kaupa konur svo lengi sem þeir séu öruggir með að ekki komist upp um þá. „Hér eru gífurlegir fjármunir í húfi og því getur vændi aldrei verið svo hulið að kaupandinn finni það ekki. En ef það er nógu sýnilegt fyrir hann, er það nógu sýnilegt fyrir lögregluna.“ Vændi verður að vera sett í söluvænar pakkningar til að það seljist, segir Guðrún. „Þú sérð hvergi rauða bókstafi sem stafa: Vændishús – hér geturðu keypt fórnarlömb mansals.“ Það er alltaf búið að setja það í búning eins og nudd, súludans eða einkadans. Annars selst það ekki.“ Hún segist vera afar stolt af lagaumhverfinu hér á landi, en vildi þó óska þess að því væri einnig framfylgt. Hún fagnar því aukna fjármagni sem hefur verið sett í að uppræta skipulagða glæpastarfsemi í landinu og vonast til þess að stjórnvöld standi við þau orð sem sögð hafa verið varðandi aukinn kraft í baráttunni við vændi. „Þetta er verkefni sem við ætlum að eyða orku í á næstunni.sunna@frettabladid.is
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira