Fótbolti

Arnór, Óskar og Steinþór áfram í norsku úrvalsdeildinni

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Steinþór var að vanda í liðið Sandnes Ulf
Steinþór var að vanda í liðið Sandnes Ulf
Sandnes Ulf sigraði Ullenskaker/Kisa í seinni úrslitaleik liðanna um síðasta lausa sætið í norsku úrvalsdeildinni í kvöld 3-1. Sandnes Ulf vann fyrri leik liðanna 4-0 og því samtals 7-1.

Steinþór lék allan leikinn og Óskar Örn seinni hálfleikinn en Arnór Ingvi Traustason sat allan leikinn á bekknum.

Sandnes Ulf hafnaði í 14. sæti norsku úrvalsdeildarinnar og þurfti því að taka þátt í umspili um laust sæti í deildinni.

Ullensaker/Kisa fékk sannkallaða óskabyrjun þegar Martin Rosenkilde kom liðinu yfir strax á 18. mínútu.

Það tók Sandnes Ulf þó aðeins tvær mínútur að svara en þar var að verki Tommy Höiland.

Christian Gytkjær bætti tveimur mörkum við úr vítaspyrnum, á 31. og 68. mínútu en Rosenkilde fékk að líta rauðaspjaldið á 30. mínútu og voru Sandnes Ulf því manni fleiri í klukkustund og alltaf ljóst hvort liðið léki í úrvalsdeildinni að ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×