Besti grasvöllur í Noregi eyðilagður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2012 07:00 Líður best á grasinu. Matthías grætur gamla grasið á Kristiansand-leikvanginum sem var á dögunum skipt út fyrir gervigras. Hann er þó farinn að sætta sig við að spila á gervigrasi eins og er algengt í Noregi. Fréttablaðið/Vilhelm Matthías Vilhjálmsson hefur farið á kostum það sem af er tímabili með Start í Noregi. Matthías, sem er í láni hjá norska liðinu frá FH, hefur skorað sjö mörk í tíu leikjum Start sem situr í öðru sæti deildarinnar þegar fjögurra vikna frí er farið í hönd. „Ég hef verið að spila frammi hjá Start. Hjá FH var ég í aðeins meira varnarhlutverki en hér get ég einbeitt mér að vítateignum sem mér finnst ég vera góður í," segir Matthías um ástæðu þess hvers vegna svo vel gangi hjá honum í markaskorun í Noregi. Matthías, sem ættaður er frá Ísafirði, spilaði sem framherji upp alla yngri flokka sem er sú staða sem hann kann best við. „Ég leitaðist eftir því að komast að hjá félagi þar sem ég fengi að spila sem framherji. Hjá FH höfðum við fyrir tvo mjög góða framherja svo ég vissi að ég fengi ekki að spila þá stöðu mikið þar." Athygli vakti að Matthías og Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Breiðabliks, skyldu fara að láni til liðs í næstefstu deild í Noregi. Frammistaða þeirra hefur ekki farið framhjá áhugafólki um knattspyrnu og menn hafa velt fyrir sér styrkleika deildarinnar. Komnir á gervigras„KR, FH og þessi helstu lið myndu pluma sig vel í þessari deild. En þar sem þetta er atvinnumennska eru menn yfirleitt í betri þjálfun. Þá er umgjörðin flottari, blaðamenn mættir á æfingar og svoleiðis. FH og KR gætu alveg unnið þessi lið í bikarleikjum heima og heiman en heilt yfir eru þessi topplið hérna þó mjög góð lið." Start ætlar sér stóra hluti og ekkert feimnismál að liðið ætlar upp í efstu deild. „Markmiðið hefur verið opinberað í fjölmiðlum, eiginlega bara of oft. Við ætlum að vinna þessa deild. Menn fara ekkert í grafgötur með það. Þetta er á réttri leið en það er nóg eftir," segir Matthías en bætir við að sorgardagur hafi verið hjá félaginu í síðustu viku. Þá var grasinu á leikvangi félagsins skipt út fyrir gervigras. „Þetta var einhver pólitísk ákvörðun hér í Kristiansand því það er víst svo dýrt fyrir félagið að halda grasinu úti en það þarf víst að borga okkur Gumma laun," segir Matthías glettinn og bætir við að um besta gras í Noregi hafi verið að ræða. Hann segist þó orðinn vanur gervigrasinu. „Það eru bara örfá lið í deildinni sem spila á grasi og það sama er uppi á teningnum í úrvalsdeildinni. Við erum búnir að væla lengi yfir gervigrasinu hjá Stjörnunni en það eru fleiri grasvellir á Íslandi heldur en í Noregi," segir Matthías sem segir þó alls ekki hægt að kvarta yfir gervigrasinu í Noregi. „Flestallt sem ég hef spilað á hingað til hefur verið mjög fínt. Flestir leikvangarnir eru glænýir og þeir eru duglegir að skipta um gervigras," segir Matthías. Matthías flutti til Noregs í febrúar og hefur verið fjarri konu og barni síðan, sem hann segir hafa verið erfitt. „Þú getur rétt ímyndað þér það. En þau kíktu til mín í heimsókn um daginn og flytja svo út til mín í júlí. Maður lifir þetta af," sagði Matthías. Líf atvinnumannsins getur verið einmanalegt og alls ekki gefið að sama stemning myndist í leikmannahópum eins og í félögunum hér á landi. Matthías ber þó liðsfélögum sínum hjá Start vel söguna. „Hópurinn er nánari en ég bjóst við. Hann er lítill með mörgum ungum strákum. Við höfum kynnst vel og félagsskapurinn er góður," segir Matthías. Vill komast í landsliðiðMatthías var ekki valinn í landsliðshóp Íslands fyrir leikina gegn Frakklandi og Svíþjóð í síðasta mánuði. Hann heyrði ekkert frá Lars Lagerbäck í aðdraganda leikjanna en telur reyndar að þeir Guðmundur hafi ekki verið gjaldgengir í leikina hvort eð var þar sem leikið var í deildinni á sama tíma. „Við vorum búnir að sætta okkur við að vera ekki í þessum hóp og stefnum bara á næsta leik. Markmiðið er að sjálfsögðu alltaf að spila með landsliðinu," segir Matthías sem er kominn til Íslands í tíu daga frí. Hann ætlar sér að æfa með FH í fríinu, fái hann leyfi, en Matthías fylgist vel með gangi mála FH frá Noregi. „Að sjálfsögðu. Við erum með tippkeppni í gangi og horfum á Pepsi-mörkin á kvöldin," segir Matthías sem leiðir í tippkeppninni, með naumindum þó. Matthías verður í herbúðum norska liðsins til áramóta. Þá snýr hann aftur í Hafnarfjörðinn en hann framlengdi við FH um eitt ár áður en hann hélt í víking. „Mér fannst það sanngjarnt gagnvart þeim enda hafa þeir sinnt mér vel." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Matthías Vilhjálmsson hefur farið á kostum það sem af er tímabili með Start í Noregi. Matthías, sem er í láni hjá norska liðinu frá FH, hefur skorað sjö mörk í tíu leikjum Start sem situr í öðru sæti deildarinnar þegar fjögurra vikna frí er farið í hönd. „Ég hef verið að spila frammi hjá Start. Hjá FH var ég í aðeins meira varnarhlutverki en hér get ég einbeitt mér að vítateignum sem mér finnst ég vera góður í," segir Matthías um ástæðu þess hvers vegna svo vel gangi hjá honum í markaskorun í Noregi. Matthías, sem ættaður er frá Ísafirði, spilaði sem framherji upp alla yngri flokka sem er sú staða sem hann kann best við. „Ég leitaðist eftir því að komast að hjá félagi þar sem ég fengi að spila sem framherji. Hjá FH höfðum við fyrir tvo mjög góða framherja svo ég vissi að ég fengi ekki að spila þá stöðu mikið þar." Athygli vakti að Matthías og Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Breiðabliks, skyldu fara að láni til liðs í næstefstu deild í Noregi. Frammistaða þeirra hefur ekki farið framhjá áhugafólki um knattspyrnu og menn hafa velt fyrir sér styrkleika deildarinnar. Komnir á gervigras„KR, FH og þessi helstu lið myndu pluma sig vel í þessari deild. En þar sem þetta er atvinnumennska eru menn yfirleitt í betri þjálfun. Þá er umgjörðin flottari, blaðamenn mættir á æfingar og svoleiðis. FH og KR gætu alveg unnið þessi lið í bikarleikjum heima og heiman en heilt yfir eru þessi topplið hérna þó mjög góð lið." Start ætlar sér stóra hluti og ekkert feimnismál að liðið ætlar upp í efstu deild. „Markmiðið hefur verið opinberað í fjölmiðlum, eiginlega bara of oft. Við ætlum að vinna þessa deild. Menn fara ekkert í grafgötur með það. Þetta er á réttri leið en það er nóg eftir," segir Matthías en bætir við að sorgardagur hafi verið hjá félaginu í síðustu viku. Þá var grasinu á leikvangi félagsins skipt út fyrir gervigras. „Þetta var einhver pólitísk ákvörðun hér í Kristiansand því það er víst svo dýrt fyrir félagið að halda grasinu úti en það þarf víst að borga okkur Gumma laun," segir Matthías glettinn og bætir við að um besta gras í Noregi hafi verið að ræða. Hann segist þó orðinn vanur gervigrasinu. „Það eru bara örfá lið í deildinni sem spila á grasi og það sama er uppi á teningnum í úrvalsdeildinni. Við erum búnir að væla lengi yfir gervigrasinu hjá Stjörnunni en það eru fleiri grasvellir á Íslandi heldur en í Noregi," segir Matthías sem segir þó alls ekki hægt að kvarta yfir gervigrasinu í Noregi. „Flestallt sem ég hef spilað á hingað til hefur verið mjög fínt. Flestir leikvangarnir eru glænýir og þeir eru duglegir að skipta um gervigras," segir Matthías. Matthías flutti til Noregs í febrúar og hefur verið fjarri konu og barni síðan, sem hann segir hafa verið erfitt. „Þú getur rétt ímyndað þér það. En þau kíktu til mín í heimsókn um daginn og flytja svo út til mín í júlí. Maður lifir þetta af," sagði Matthías. Líf atvinnumannsins getur verið einmanalegt og alls ekki gefið að sama stemning myndist í leikmannahópum eins og í félögunum hér á landi. Matthías ber þó liðsfélögum sínum hjá Start vel söguna. „Hópurinn er nánari en ég bjóst við. Hann er lítill með mörgum ungum strákum. Við höfum kynnst vel og félagsskapurinn er góður," segir Matthías. Vill komast í landsliðiðMatthías var ekki valinn í landsliðshóp Íslands fyrir leikina gegn Frakklandi og Svíþjóð í síðasta mánuði. Hann heyrði ekkert frá Lars Lagerbäck í aðdraganda leikjanna en telur reyndar að þeir Guðmundur hafi ekki verið gjaldgengir í leikina hvort eð var þar sem leikið var í deildinni á sama tíma. „Við vorum búnir að sætta okkur við að vera ekki í þessum hóp og stefnum bara á næsta leik. Markmiðið er að sjálfsögðu alltaf að spila með landsliðinu," segir Matthías sem er kominn til Íslands í tíu daga frí. Hann ætlar sér að æfa með FH í fríinu, fái hann leyfi, en Matthías fylgist vel með gangi mála FH frá Noregi. „Að sjálfsögðu. Við erum með tippkeppni í gangi og horfum á Pepsi-mörkin á kvöldin," segir Matthías sem leiðir í tippkeppninni, með naumindum þó. Matthías verður í herbúðum norska liðsins til áramóta. Þá snýr hann aftur í Hafnarfjörðinn en hann framlengdi við FH um eitt ár áður en hann hélt í víking. „Mér fannst það sanngjarnt gagnvart þeim enda hafa þeir sinnt mér vel."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn