Fótbolti

Beckham gæti fengið tilboð frá PSG - áhugi í sex löndum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham.
David Beckham. Mynd/Nordic Photos/Getty
David Beckham þarf ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki tilboð um að spila fótbolta á næsta tímabili því BBC hefur heimildir fyrir því að lið í að minnsta kosti sex löndum vilji semja við hann. Hann var sterklega orðaður við Ástralíu en lið frá öllum heiminum eru tilbúin að taka upp veskið.

Beckham er orðinn 37 ára gamall en gaf það út í gær að úrslitaleikurinn í bandaríska fótboltanum veði síðasti leikur hans með Los Angeles Galaxy. Hann hefur spilað í Bandaríkjunum frá 2007.

Franska félagið Paris St Germain er eitt af þeim félögum sem hefur áhuga á enska miðjumanninum en hann gæti einnig fengið tilboð frá Rússland, Kína, Ástralíu, Suður-Afríku og Brasilíu.

Beckham ætlar ekki að ákveða sig fyrr en um miðjan desember en hann vill komast að hjá liði þar sem hann fær að spila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×