Íslenskar konur búnar að ná körlunum í drykkjunni 9. mars 2012 09:00 Mynd úr safni Hlutfall bindindiskvenna á Íslandi hefur lækkað úr 45 prósentum í fimm prósent síðan árið 1975. Lítill munur er á drykkju kynjanna hér á landi. Hlutfall kvenna á Vogi hefur hækkað mikið á síðustu árum. Hlutfall kvenna í sjúklingahópnum á Vogi hefur hækkað á síðustu árum og er nú komið upp í 37 prósent. Árið 1980 var það 20 prósent. Áfengisneysla íslenskra kvenna hefur farið vaxandi á síðasta áratug og er hlutfall karla og kvenna sem neyta aldrei áfengis nú orðið nánast jafnt, eða um fimm prósent. Í byrjun níunda áratugarins sögðust um 45 prósent kvenna yfir fimmtugt aldrei neyta áfengis og þriðjungur á aldrinum 30 til 40 ára. Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, segir fjölgunina greinilega. „Það er orðinn minnsti munur á áfengisneyslu kvenna og karla á Íslandi af öllum löndum í heiminum," segir hann. „Það drekka nánast allir á Íslandi í dag, nema þeir sem eru þurrir." Gunnar Smári bendir á að þróunin hér á landi sé afar ólík sumum öðrum löndum í heiminum, og tekur þar dæmi um Rússland, Írland og Miðjarðarhafslöndin, þar sem hlutfall kvenna sem aldrei neyta áfengis sé mun hærra en hér. Varðandi mögulegar ástæður fyrir þessari þróun veltir Gunnar Smári upp spurningunni um kynjajafnrétti. „Konur þurfa að geta gert allt eins og karlar, þar á meðal drukkið eins og þeir," segir hann. „Það hefði verið betra að fara hina leiðina, þar sem karlarnir hefðu þurft að læra að drekka eins og konur." Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, á von á því að á næstunni komi inn hópur kvenna sem enn á eftir að leita sér aðstoðar. „Það er þróun undanfarinna ára, eins og komið hefur fram hjá Lýðheilsustöð og í skýrslum okkar." Rafn M. Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna hjá landlæknisembættinu, segir nauðsynlegt að skoða þær ástæður sem liggja að baki aukinni áfengisneyslu kvenna í samfélaginu. „Konurnar hafa sótt á, það er alveg klárt," segir Rafn og bendir á að samkvæmt rannsókn Lýðheilsustöðvar frá árinu 2004 eykst hlutfall kvenna sem neyta áfengis eftir því sem þær eru betur menntaðar. „Því er öfugt farið með karla, en það má sjá jákvæð tengsl milli áfengisneyslu og menntunar kvenna í aldurshópnum 35 til 54 ára. Eftir því sem konur eru menntaðri, því meira drekka þær." Samkvæmt nýlegum könnunum Lýðheilsustöðvar drekka um það bil 95 prósent þjóðarinnar, hvort sem um er að ræða konur eða karla. En bindindisfólki hefur hlutfallslega fækkað hraðar meðal kvenna.- sv Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Hlutfall bindindiskvenna á Íslandi hefur lækkað úr 45 prósentum í fimm prósent síðan árið 1975. Lítill munur er á drykkju kynjanna hér á landi. Hlutfall kvenna á Vogi hefur hækkað mikið á síðustu árum. Hlutfall kvenna í sjúklingahópnum á Vogi hefur hækkað á síðustu árum og er nú komið upp í 37 prósent. Árið 1980 var það 20 prósent. Áfengisneysla íslenskra kvenna hefur farið vaxandi á síðasta áratug og er hlutfall karla og kvenna sem neyta aldrei áfengis nú orðið nánast jafnt, eða um fimm prósent. Í byrjun níunda áratugarins sögðust um 45 prósent kvenna yfir fimmtugt aldrei neyta áfengis og þriðjungur á aldrinum 30 til 40 ára. Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, segir fjölgunina greinilega. „Það er orðinn minnsti munur á áfengisneyslu kvenna og karla á Íslandi af öllum löndum í heiminum," segir hann. „Það drekka nánast allir á Íslandi í dag, nema þeir sem eru þurrir." Gunnar Smári bendir á að þróunin hér á landi sé afar ólík sumum öðrum löndum í heiminum, og tekur þar dæmi um Rússland, Írland og Miðjarðarhafslöndin, þar sem hlutfall kvenna sem aldrei neyta áfengis sé mun hærra en hér. Varðandi mögulegar ástæður fyrir þessari þróun veltir Gunnar Smári upp spurningunni um kynjajafnrétti. „Konur þurfa að geta gert allt eins og karlar, þar á meðal drukkið eins og þeir," segir hann. „Það hefði verið betra að fara hina leiðina, þar sem karlarnir hefðu þurft að læra að drekka eins og konur." Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, á von á því að á næstunni komi inn hópur kvenna sem enn á eftir að leita sér aðstoðar. „Það er þróun undanfarinna ára, eins og komið hefur fram hjá Lýðheilsustöð og í skýrslum okkar." Rafn M. Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna hjá landlæknisembættinu, segir nauðsynlegt að skoða þær ástæður sem liggja að baki aukinni áfengisneyslu kvenna í samfélaginu. „Konurnar hafa sótt á, það er alveg klárt," segir Rafn og bendir á að samkvæmt rannsókn Lýðheilsustöðvar frá árinu 2004 eykst hlutfall kvenna sem neyta áfengis eftir því sem þær eru betur menntaðar. „Því er öfugt farið með karla, en það má sjá jákvæð tengsl milli áfengisneyslu og menntunar kvenna í aldurshópnum 35 til 54 ára. Eftir því sem konur eru menntaðri, því meira drekka þær." Samkvæmt nýlegum könnunum Lýðheilsustöðvar drekka um það bil 95 prósent þjóðarinnar, hvort sem um er að ræða konur eða karla. En bindindisfólki hefur hlutfallslega fækkað hraðar meðal kvenna.- sv
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira