Íslenskar konur búnar að ná körlunum í drykkjunni 9. mars 2012 09:00 Mynd úr safni Hlutfall bindindiskvenna á Íslandi hefur lækkað úr 45 prósentum í fimm prósent síðan árið 1975. Lítill munur er á drykkju kynjanna hér á landi. Hlutfall kvenna á Vogi hefur hækkað mikið á síðustu árum. Hlutfall kvenna í sjúklingahópnum á Vogi hefur hækkað á síðustu árum og er nú komið upp í 37 prósent. Árið 1980 var það 20 prósent. Áfengisneysla íslenskra kvenna hefur farið vaxandi á síðasta áratug og er hlutfall karla og kvenna sem neyta aldrei áfengis nú orðið nánast jafnt, eða um fimm prósent. Í byrjun níunda áratugarins sögðust um 45 prósent kvenna yfir fimmtugt aldrei neyta áfengis og þriðjungur á aldrinum 30 til 40 ára. Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, segir fjölgunina greinilega. „Það er orðinn minnsti munur á áfengisneyslu kvenna og karla á Íslandi af öllum löndum í heiminum," segir hann. „Það drekka nánast allir á Íslandi í dag, nema þeir sem eru þurrir." Gunnar Smári bendir á að þróunin hér á landi sé afar ólík sumum öðrum löndum í heiminum, og tekur þar dæmi um Rússland, Írland og Miðjarðarhafslöndin, þar sem hlutfall kvenna sem aldrei neyta áfengis sé mun hærra en hér. Varðandi mögulegar ástæður fyrir þessari þróun veltir Gunnar Smári upp spurningunni um kynjajafnrétti. „Konur þurfa að geta gert allt eins og karlar, þar á meðal drukkið eins og þeir," segir hann. „Það hefði verið betra að fara hina leiðina, þar sem karlarnir hefðu þurft að læra að drekka eins og konur." Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, á von á því að á næstunni komi inn hópur kvenna sem enn á eftir að leita sér aðstoðar. „Það er þróun undanfarinna ára, eins og komið hefur fram hjá Lýðheilsustöð og í skýrslum okkar." Rafn M. Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna hjá landlæknisembættinu, segir nauðsynlegt að skoða þær ástæður sem liggja að baki aukinni áfengisneyslu kvenna í samfélaginu. „Konurnar hafa sótt á, það er alveg klárt," segir Rafn og bendir á að samkvæmt rannsókn Lýðheilsustöðvar frá árinu 2004 eykst hlutfall kvenna sem neyta áfengis eftir því sem þær eru betur menntaðar. „Því er öfugt farið með karla, en það má sjá jákvæð tengsl milli áfengisneyslu og menntunar kvenna í aldurshópnum 35 til 54 ára. Eftir því sem konur eru menntaðri, því meira drekka þær." Samkvæmt nýlegum könnunum Lýðheilsustöðvar drekka um það bil 95 prósent þjóðarinnar, hvort sem um er að ræða konur eða karla. En bindindisfólki hefur hlutfallslega fækkað hraðar meðal kvenna.- sv Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Hlutfall bindindiskvenna á Íslandi hefur lækkað úr 45 prósentum í fimm prósent síðan árið 1975. Lítill munur er á drykkju kynjanna hér á landi. Hlutfall kvenna á Vogi hefur hækkað mikið á síðustu árum. Hlutfall kvenna í sjúklingahópnum á Vogi hefur hækkað á síðustu árum og er nú komið upp í 37 prósent. Árið 1980 var það 20 prósent. Áfengisneysla íslenskra kvenna hefur farið vaxandi á síðasta áratug og er hlutfall karla og kvenna sem neyta aldrei áfengis nú orðið nánast jafnt, eða um fimm prósent. Í byrjun níunda áratugarins sögðust um 45 prósent kvenna yfir fimmtugt aldrei neyta áfengis og þriðjungur á aldrinum 30 til 40 ára. Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, segir fjölgunina greinilega. „Það er orðinn minnsti munur á áfengisneyslu kvenna og karla á Íslandi af öllum löndum í heiminum," segir hann. „Það drekka nánast allir á Íslandi í dag, nema þeir sem eru þurrir." Gunnar Smári bendir á að þróunin hér á landi sé afar ólík sumum öðrum löndum í heiminum, og tekur þar dæmi um Rússland, Írland og Miðjarðarhafslöndin, þar sem hlutfall kvenna sem aldrei neyta áfengis sé mun hærra en hér. Varðandi mögulegar ástæður fyrir þessari þróun veltir Gunnar Smári upp spurningunni um kynjajafnrétti. „Konur þurfa að geta gert allt eins og karlar, þar á meðal drukkið eins og þeir," segir hann. „Það hefði verið betra að fara hina leiðina, þar sem karlarnir hefðu þurft að læra að drekka eins og konur." Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, á von á því að á næstunni komi inn hópur kvenna sem enn á eftir að leita sér aðstoðar. „Það er þróun undanfarinna ára, eins og komið hefur fram hjá Lýðheilsustöð og í skýrslum okkar." Rafn M. Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna hjá landlæknisembættinu, segir nauðsynlegt að skoða þær ástæður sem liggja að baki aukinni áfengisneyslu kvenna í samfélaginu. „Konurnar hafa sótt á, það er alveg klárt," segir Rafn og bendir á að samkvæmt rannsókn Lýðheilsustöðvar frá árinu 2004 eykst hlutfall kvenna sem neyta áfengis eftir því sem þær eru betur menntaðar. „Því er öfugt farið með karla, en það má sjá jákvæð tengsl milli áfengisneyslu og menntunar kvenna í aldurshópnum 35 til 54 ára. Eftir því sem konur eru menntaðri, því meira drekka þær." Samkvæmt nýlegum könnunum Lýðheilsustöðvar drekka um það bil 95 prósent þjóðarinnar, hvort sem um er að ræða konur eða karla. En bindindisfólki hefur hlutfallslega fækkað hraðar meðal kvenna.- sv
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira