Start er enn ósigrað í norsku B-deildinni eftir 7-0 stórsigur á Notodden í dag. Matthías Vilhjálmsson skoraði í leiknum og Guðmundur Kristjánsson lagði upp eitt.
Matthías hefur nú skorað sex mörk í sjö leikjum fyrir Start en báðir spiluðu allan leikinn í kvöld.
Notodden varð fyrir áfalli þegar liðið missti mann af velli með rautt spjald strax á fimmtu mínútu og Start rúllaði leiknum upp eftir það.
Liðið er með fimmtán stig á toppnum eftir sjö umferðir, rétt eins og Ull/Kisa.
Þá vann Sarpsborg 08 sigur á Mjöndalen, 3-1. Haraldur Björnsson var á bekknum hjá Sarpsborg.
Matthías skoraði í stórsigri
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
