Fótbolti

Grétar spilar í Tyrklandi í vetur

Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson er búinn að finna sér nýtt félag en hann skrifaði í morgun undir tveggja ára samning við tyrkneska félagið Kayserispor.

Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu í dag. Félagið hafnaði í 11. sæti í tyrknesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Þjálfari liðsins er Georgíumaðurinn Shota Arveladze sem lék með Grétari hjá AZ Alkmaar á sínum tíma.

Grétar, sem orðinn er þrítugur, lék síðast með Bolton Wanderers á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×