Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar þeirra í LDB Malmö urðu að sætta sig við silfurverðlaunin í sænska fótboltanum eftir 0-1 tap á móti Tyresö í lokaumferð sænsku kvennadeildarinnar. Malmö nægði jafntefli til þess að tryggja sér titilinn þriðja árið í röð.
Madelaine Edlund tryggði Tyresö 1-0 sigur og þar með meistaratitilinn á markatölu þegar hún skoraði eina mark leiksins níu mínútum fyrir leikslok. Caroline Seger kagði upp markið en hún varð meistari með Malmö í fyrra.
Malmö fékk frábært tækifæri til að komast yfir á 14. mínútu leiksins en þýski framherjinn Anja Mittag lét þá Carola Söberg verja frá sér vítaspyrnu.
Þóra Björg og Sara spiluðu allan leikinn að venju en Þóra fékk á sig 9 skot í leiknum og varði átta þeirra. Sara spilaði á hægri kantinum.

