Fótbolti

Wilshere komst í gegnum heilan æfingaleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wilshere í æfingaleiknum í gær.
Wilshere í æfingaleiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Jack Wilshere spilaði allar 90 mínúturnar þegar að Arsenal og Chelsea mættust í æfingaleik í gær.

Hið sama á við um Bacary Sagna en báðir hafa verið frá vegna meiðsla. Wilshere hefur ekki spilað með aðalliði Arsenal í rúmt ár en með þessu áframhaldi er mögulegt að hann verði kominn aftur í hóp hjá liðinu fyrir næstu mánaðamót.

Hann mun næst leika með U-21 liði Arsenal á mánudaginn en þess má geta að Arsenal vann leikinn í gær, 2-0.

Emmanuel Frimpong kom einnig við sögu í leiknum og gæti komið við sögu í leik Arsenal gegn Norwich um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×