Fótbolti

Stelpurnar komnar til Úkraínu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Facebook-síða KSÍ
Leikmenn A-landsliðs kvenna eru komnar til Sevastopol í Úkraínu þar sem stelpurnar okkar mæta heimamönnum í umspili fyrir EM 2013.

Þetta verður fyrri leikur liðanna í umspilinu en sá síðari fer fram hér á landi fimmtudaginn 25. október.

Samkvæmt því sem kemur fram á Facebook-síðu KSÍ gekk ferðalagið vel og aðstæður ytra séu góðar.

Leikurinn á laugardaginn hefst klukkan 13.00 en þess má geta að Sevastapol er staðsett syðst í Úkraínu, við Svartahaf, og er næststærsta hafnarborg landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×