Fótbolti

Twitter-færsla Cole kostaði 18 milljónir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur sektað Ashley Cole, leikmann Chelsea og enska landsliðsins, um 90 þúsund pund - tæpar átján milljónir króna - fyrir óviðeigandi skrif á Twitter-síðu sína.

Cole var kærður af sambandinu fyrir ummæli sín fyrir viku síðan. Cole var settur á bekkinn í leik Englands gegn San Marínó í síðustu viku en var í liðinu á ný þegar að Englendingar gerðu 1-1 jafntefli við Pólverja í gær.

Cole gagnrýndi enska sambandið í umræddri Twitter-færslu fyrir að dæma John Terry í fjögurra leikja bann. Terry greindi frá því í morgun að hann myndi ekki áfrýja úrskurði sambandsins.

Enska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að í næsta mánuði munu taka gildi nýjar reglur sem taka meðal annars á Twitter-skrifum landsliðsmanna.


Tengdar fréttir

Terry biðst afsökunar

John Terry sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann viðurkennir að hann hafi notað óviðeigandi orðbragð í leik Chelsea og QPR á síðasta tímabili.

Terry áfrýjar ekki | Fer í fjögurra leikja bann

John Terry hefur ákveðið að áfrýja ekki úrskurði aganefndar enska knattspyrnusambandsins og mun því taka út fjögurra leikja bann fyrir að beita Anton Ferdinand, leikmann QPR, kynþáttaníði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×