Íslenski boltinn

Gunnleifur skrifaði undir þriggja ára samning við Blika

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnleifur Gunnleifsson og Einar Kristján Jónsson handsala samninginn.
Gunnleifur Gunnleifsson og Einar Kristján Jónsson handsala samninginn. Mynd/Anton
Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrum fyrirliði og markvörður Íslandsmeistara FH, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Breiðablik. Hann var kynntur á blaðamannafundi í Smáranum í dag.

„Við hittum Gunnleif fyrst í gær og við náðum saman í morgun. Við teljum að þetta sé gott skref fyrir okkur og fyrir hann. Gunnleifur er á besta aldrei sem markvörður og við horfum mörg ár fram í tímann ekki bara til eins árs," sagði Einar Kristján Jónsson, formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks..

„Breiðablik stefnir á Íslandsmeistaratitilinn á næsta ári og því viljum við styrkja okkur með bestu leikmönnunum sem eru í boði," bætti Einar við.

Breiðablik endaði í 2. sæti í Pepsi-deildinni í sumar en liðið varð Íslandsmeistari 2010 og bikarmeistari 2009. Gunnleifur varð bikarmeistari með FH 2010 og Íslandsmeistari með liðinu í sumar þar sem hann hélt oftast hreinu af öllum markvörðum deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×