Fótbolti

Fyrrum markvörður KR í liði Noregs gegn Íslandi | Söderlund í hópnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
André Hansen í leik með KR á Laugardalsvelli.
André Hansen í leik með KR á Laugardalsvelli. Mynd/Pjetur
Egil „Drillo" Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, hefur tilkynnt 20 manna leikmannahóp fyrir landsleikinn gegn Íslendingum í undankeppni HM 2014 annan föstudag.

Miðvörðurinn Brede Hangeland og John Arne Riise, leikmenn Fulham, eru þekktustu nöfnin í hópnum. Þar má þó einnig finna framherjann Mohammed Abdellaoue sem lék Íslendinga grátt í síðustu undankeppni.

Þá er markvörðurinn André Hansen í landsliðinu en Hansen lék með KR-ingum í efstu deild karla sumarið 2009. Þá er fyrrum framherji FH-inga, Alexander Söderlund, í hópnum.

Nokkrir sterkir leikmenn hlutu ekki náð fyrir augum Olsen í þetta skipti. Helst ber að nefna Morten Gamst Pedersen hjá Blackburn, Erik Huseklepp hjá Brann og John Carew sem er án félags.

Markverðir

André Hansen - ODD Grenland

Rune Almenning Jarstein - Viking

Espen Bugge Pettersen - Molde

Aðrir leikmenn

Mohammed Abdellaoue - Hannover

Daniel Braaten - Toulouse

Vadim Demidov - Eintracht Frankfurt

Magnus Wolff Eikrem - Molde

Tarik Elyounoussi - Rosenborg

Brede Hangeland - Fulham

Markus Henriksen - Rosenborg

Tom Høgli - Brugge

Ruben Yttergård Jenssen - Tromsö

Håvard Nordtveit - Borussia Mönchengladbach

Bjørn Helge Riise - Lilleström

John Arne Riise - Fulham

Jonathan Parr - Crystal Palace

Espen Ruud - Odense

Alexander Toft Söderlund - Haugesund

Alexander Tettey - Norwich

Kjetil Wæhler - IFK Gautaborg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×