Fótbolti

Ronaldo: Messi með betri ímynd en ég

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Cristiano Ronaldo, sem í vikunni kvartaði undan sífelldum samanburði við Lionel Messi, segir að Argentínumaðurinn sé vinsælli vegna þess að hann sé með betri ímynd inn á vellinum.

Messi hefur verið valinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA síðustu þrjú árin en báðir eru tilnefndir til verðlaunanna í ár.

Ronaldo þykir oft hrokafullur á vellinum og var hann spurður hvort að almenningsálitið hafi haft áhrif.

„Ég vil ekki væla undan því en stundum tel ég það," sagði Ronaldo. „Ég get í raun ekki svarað þessari spurningu 100 prósent rétt. Stundum veit ég það einfaldlega ekki."

„Ég get samþykkt að ég hafi stundum slæmt orð á mér vegna þessa að ég er of alvarlegur á vellinum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×