Fótbolti

Búið að draga í HM félagsliða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Spánverjarnir Fernando Torres og Juan Mata.
Spánverjarnir Fernando Torres og Juan Mata. Nordic Photos / Getty Images
Chelsea mætir annað hvort liði frá Mexíkó eða Japan í undanúrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða sem fer fram í japan í desember.

Sex lið taka þátt í mótinu en Chelsea vann sér þátttökurétt í því með því að vinna Meistaradeild Evrópu í vor.

Monterrey frá Mexíkó mætir Asíumeisturunum í fyrstu umferð en sigurvegari þeirrar viðureignar leikur gegn Chelsea í undanúrslitum. Asíumeistararnir verða krýndir þann 10. nóvember þegar Meistaradeild Asíu lýkur.

Corinthians er Suður-Ameríkumeistari og fer beint í undanúrslit, eins og Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×