Enski boltinn

Kelly spilar ekki meira á árinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Martin Kelly, leikmaður Liverpool, segir á Twitter-síðu sinni að hann eigi ekki von á því að spila meira á árinu en hann fór meiddur af velli í leik Liverpool og Manchester United í gær.

Bakvörðurinn Kelly virtist lenda illa á hægri fætinum í gær og haltraði af velli undir lok leiksins. Félagið sjálft á þó eftir að gefa út upplýsingar um meiðslin.

„Það sem ég get sagt er að þetta eru ekki verstu meiðslin sem ég hef orðið fyrir. Ég mun berjast fyrir sæti mínu á næsta ári þegar ég kem til baka, betri og sterkari en í dag," skrifaði Kelly á Twitter-síðu sína í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×