Enski boltinn

Podolski ánægður með samstarfið við Cazorla

Podolski skorar hér gegn Liverpool eftir sendingu Cazorla.
Podolski skorar hér gegn Liverpool eftir sendingu Cazorla.
Þýski landsliðsmaðurinn hjá Arsenal, Lukas Podolski, segist virkilega njóta þess að spila með spænska landsliðsmanninum Santi Cazorla. Hann hefur mikla trú á þeirra samstarfi í vetur.

Podolski skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal um síðustu helgi eftir flottan undirbúning Cazorla.

"Mér líkar vel við þann fótbolta sem Arsenal spilar og einnig hvernig Santi spilar. Ég er virkilega hrifinn af hans leikstíl. Hann notar bara eina eða tvær snertingar," sagði Podolski um félaga sinn.

"Við spilum vel saman enda lögðum við upp mörk fyrir hvorn annan í síðasta leik. Við erum samt rétt að byrja og það er örugglega meira á leiðinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×