Sagan þegar örninn flaug með Ragnheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2012 18:58 Fornar sagnir um að ernir hafi rænt börnum á Íslandi hafa fengið byr undir báða vængi eftir að myndir eru sagðar hafa náðst af slíkum atburði í Kanada. Myndbandið er sagt tekið í almenningsgarði í Montreal og hefur vakið mikla athygli en það sýnir amerískan gullörn steypa sér niður og læsa klónum í ungabarn sem sat á grasflötinni nokkra metra frá föður sínum. Myndatökumaðurinn hljóp strax til, einnig pabbinn og barnið slapp grátandi úr klóm arnarins. Þegar myndbandið er skoðað betur sést hvernig örninn nær að lyfta barninu frá jörðinni og fljúga með það áður en hann missir takið og barnið fellur til jarðar. Þetta rifjar upp sagnir af slíkum atburðum hérlendis, eins og við bæinn Skarð á Skarðsströnd sumarið 1879. Svo vill til að árið 1942 birtist viðtal í Lesbók Morgunblaðsins við Ragnheiði Eyjólfsdóttur, sem þá var orðin 65 ára gömul, en örn var sagður hafa rænt henni tveggja ára gamalli. Ragnheiður hefur söguna eftir móður sinni, sem heyrði hræðsluóp dóttur sinnar þegar örninn hóf sig upp og flaug með hana í klónum hátt í loft upp. Fólk í heyskap á Skarðstúninu sá þetta gerast og allir þutu af stað, þeirra á meðal Bogi, sonur Kristjáns kammeráðs á Skarði, sem fór á eftir erninum ríðandi á hesti með stöng í hendi. "Og brátt kom í ljós, að örninn hafði hjer færst of mikið í fang. Jeg var stór eftir aldri, og reyndist fuglinum svo þung, að áður en hann var kominn að fjallinu, dapraðist honum flugið, svo hann flaug það lágt, að Bogi komst á reiðskjóta sínum svo nálægt okkur, að hann gat slengt stönginni í væng arnarins, svo hann varð að setjast. Og þar slepti hann byrðinni." „Móðir mín sagði mjer síðar, að jeg hefði verið dauf og utan við mig nokkra daga á eftir. En varanlegt mein fjekk jeg ekkert af þessari einkennilegu loftferð," sagði Ragnheiður í viðtalinu. Margir hafa efast um að ernir hafi afl til að ræna börnum, og einhverjir efast um að myndbandið sé raunverulegt. Viðtal Valtýs Stefánssonar ritstjóra við Ragnheiði, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins, má finna í heild sinni hér, á vefnum timarit.is, undir dagsetningunni 28. júní 1942. Tengdar fréttir Ótrúlegt atvik í Kanada - Gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn Ótrúlegt atvik í almenningsgarði í Montreal í Kanada náðist á á myndband á dögunum þegar gullörn steypti sér niður og reyndi að fljúga á brott við ungabarn. Örninn læsti klónum í baki barnsins og flaug með það í nokkrar sekúndur þar til hann missti takið þegar faðir barnsins nálgaðist. Barninu var að vonum nokkuð brugðið en það sakaði ekki. 19. desember 2012 08:54 Var myndbandið tilbúningur? Ótrúlegt myndband sem náðist á dögunum þegar gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn hefur vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum. Fjölmiðlar víða um heim hafa birt myndbandið. En nú eru sumir farnir að efast um hvort að myndbandið sé raunverulegt. 19. desember 2012 13:41 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Fornar sagnir um að ernir hafi rænt börnum á Íslandi hafa fengið byr undir báða vængi eftir að myndir eru sagðar hafa náðst af slíkum atburði í Kanada. Myndbandið er sagt tekið í almenningsgarði í Montreal og hefur vakið mikla athygli en það sýnir amerískan gullörn steypa sér niður og læsa klónum í ungabarn sem sat á grasflötinni nokkra metra frá föður sínum. Myndatökumaðurinn hljóp strax til, einnig pabbinn og barnið slapp grátandi úr klóm arnarins. Þegar myndbandið er skoðað betur sést hvernig örninn nær að lyfta barninu frá jörðinni og fljúga með það áður en hann missir takið og barnið fellur til jarðar. Þetta rifjar upp sagnir af slíkum atburðum hérlendis, eins og við bæinn Skarð á Skarðsströnd sumarið 1879. Svo vill til að árið 1942 birtist viðtal í Lesbók Morgunblaðsins við Ragnheiði Eyjólfsdóttur, sem þá var orðin 65 ára gömul, en örn var sagður hafa rænt henni tveggja ára gamalli. Ragnheiður hefur söguna eftir móður sinni, sem heyrði hræðsluóp dóttur sinnar þegar örninn hóf sig upp og flaug með hana í klónum hátt í loft upp. Fólk í heyskap á Skarðstúninu sá þetta gerast og allir þutu af stað, þeirra á meðal Bogi, sonur Kristjáns kammeráðs á Skarði, sem fór á eftir erninum ríðandi á hesti með stöng í hendi. "Og brátt kom í ljós, að örninn hafði hjer færst of mikið í fang. Jeg var stór eftir aldri, og reyndist fuglinum svo þung, að áður en hann var kominn að fjallinu, dapraðist honum flugið, svo hann flaug það lágt, að Bogi komst á reiðskjóta sínum svo nálægt okkur, að hann gat slengt stönginni í væng arnarins, svo hann varð að setjast. Og þar slepti hann byrðinni." „Móðir mín sagði mjer síðar, að jeg hefði verið dauf og utan við mig nokkra daga á eftir. En varanlegt mein fjekk jeg ekkert af þessari einkennilegu loftferð," sagði Ragnheiður í viðtalinu. Margir hafa efast um að ernir hafi afl til að ræna börnum, og einhverjir efast um að myndbandið sé raunverulegt. Viðtal Valtýs Stefánssonar ritstjóra við Ragnheiði, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins, má finna í heild sinni hér, á vefnum timarit.is, undir dagsetningunni 28. júní 1942.
Tengdar fréttir Ótrúlegt atvik í Kanada - Gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn Ótrúlegt atvik í almenningsgarði í Montreal í Kanada náðist á á myndband á dögunum þegar gullörn steypti sér niður og reyndi að fljúga á brott við ungabarn. Örninn læsti klónum í baki barnsins og flaug með það í nokkrar sekúndur þar til hann missti takið þegar faðir barnsins nálgaðist. Barninu var að vonum nokkuð brugðið en það sakaði ekki. 19. desember 2012 08:54 Var myndbandið tilbúningur? Ótrúlegt myndband sem náðist á dögunum þegar gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn hefur vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum. Fjölmiðlar víða um heim hafa birt myndbandið. En nú eru sumir farnir að efast um hvort að myndbandið sé raunverulegt. 19. desember 2012 13:41 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Ótrúlegt atvik í Kanada - Gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn Ótrúlegt atvik í almenningsgarði í Montreal í Kanada náðist á á myndband á dögunum þegar gullörn steypti sér niður og reyndi að fljúga á brott við ungabarn. Örninn læsti klónum í baki barnsins og flaug með það í nokkrar sekúndur þar til hann missti takið þegar faðir barnsins nálgaðist. Barninu var að vonum nokkuð brugðið en það sakaði ekki. 19. desember 2012 08:54
Var myndbandið tilbúningur? Ótrúlegt myndband sem náðist á dögunum þegar gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn hefur vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum. Fjölmiðlar víða um heim hafa birt myndbandið. En nú eru sumir farnir að efast um hvort að myndbandið sé raunverulegt. 19. desember 2012 13:41