Sagan þegar örninn flaug með Ragnheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2012 18:58 Fornar sagnir um að ernir hafi rænt börnum á Íslandi hafa fengið byr undir báða vængi eftir að myndir eru sagðar hafa náðst af slíkum atburði í Kanada. Myndbandið er sagt tekið í almenningsgarði í Montreal og hefur vakið mikla athygli en það sýnir amerískan gullörn steypa sér niður og læsa klónum í ungabarn sem sat á grasflötinni nokkra metra frá föður sínum. Myndatökumaðurinn hljóp strax til, einnig pabbinn og barnið slapp grátandi úr klóm arnarins. Þegar myndbandið er skoðað betur sést hvernig örninn nær að lyfta barninu frá jörðinni og fljúga með það áður en hann missir takið og barnið fellur til jarðar. Þetta rifjar upp sagnir af slíkum atburðum hérlendis, eins og við bæinn Skarð á Skarðsströnd sumarið 1879. Svo vill til að árið 1942 birtist viðtal í Lesbók Morgunblaðsins við Ragnheiði Eyjólfsdóttur, sem þá var orðin 65 ára gömul, en örn var sagður hafa rænt henni tveggja ára gamalli. Ragnheiður hefur söguna eftir móður sinni, sem heyrði hræðsluóp dóttur sinnar þegar örninn hóf sig upp og flaug með hana í klónum hátt í loft upp. Fólk í heyskap á Skarðstúninu sá þetta gerast og allir þutu af stað, þeirra á meðal Bogi, sonur Kristjáns kammeráðs á Skarði, sem fór á eftir erninum ríðandi á hesti með stöng í hendi. "Og brátt kom í ljós, að örninn hafði hjer færst of mikið í fang. Jeg var stór eftir aldri, og reyndist fuglinum svo þung, að áður en hann var kominn að fjallinu, dapraðist honum flugið, svo hann flaug það lágt, að Bogi komst á reiðskjóta sínum svo nálægt okkur, að hann gat slengt stönginni í væng arnarins, svo hann varð að setjast. Og þar slepti hann byrðinni." „Móðir mín sagði mjer síðar, að jeg hefði verið dauf og utan við mig nokkra daga á eftir. En varanlegt mein fjekk jeg ekkert af þessari einkennilegu loftferð," sagði Ragnheiður í viðtalinu. Margir hafa efast um að ernir hafi afl til að ræna börnum, og einhverjir efast um að myndbandið sé raunverulegt. Viðtal Valtýs Stefánssonar ritstjóra við Ragnheiði, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins, má finna í heild sinni hér, á vefnum timarit.is, undir dagsetningunni 28. júní 1942. Tengdar fréttir Ótrúlegt atvik í Kanada - Gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn Ótrúlegt atvik í almenningsgarði í Montreal í Kanada náðist á á myndband á dögunum þegar gullörn steypti sér niður og reyndi að fljúga á brott við ungabarn. Örninn læsti klónum í baki barnsins og flaug með það í nokkrar sekúndur þar til hann missti takið þegar faðir barnsins nálgaðist. Barninu var að vonum nokkuð brugðið en það sakaði ekki. 19. desember 2012 08:54 Var myndbandið tilbúningur? Ótrúlegt myndband sem náðist á dögunum þegar gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn hefur vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum. Fjölmiðlar víða um heim hafa birt myndbandið. En nú eru sumir farnir að efast um hvort að myndbandið sé raunverulegt. 19. desember 2012 13:41 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Fornar sagnir um að ernir hafi rænt börnum á Íslandi hafa fengið byr undir báða vængi eftir að myndir eru sagðar hafa náðst af slíkum atburði í Kanada. Myndbandið er sagt tekið í almenningsgarði í Montreal og hefur vakið mikla athygli en það sýnir amerískan gullörn steypa sér niður og læsa klónum í ungabarn sem sat á grasflötinni nokkra metra frá föður sínum. Myndatökumaðurinn hljóp strax til, einnig pabbinn og barnið slapp grátandi úr klóm arnarins. Þegar myndbandið er skoðað betur sést hvernig örninn nær að lyfta barninu frá jörðinni og fljúga með það áður en hann missir takið og barnið fellur til jarðar. Þetta rifjar upp sagnir af slíkum atburðum hérlendis, eins og við bæinn Skarð á Skarðsströnd sumarið 1879. Svo vill til að árið 1942 birtist viðtal í Lesbók Morgunblaðsins við Ragnheiði Eyjólfsdóttur, sem þá var orðin 65 ára gömul, en örn var sagður hafa rænt henni tveggja ára gamalli. Ragnheiður hefur söguna eftir móður sinni, sem heyrði hræðsluóp dóttur sinnar þegar örninn hóf sig upp og flaug með hana í klónum hátt í loft upp. Fólk í heyskap á Skarðstúninu sá þetta gerast og allir þutu af stað, þeirra á meðal Bogi, sonur Kristjáns kammeráðs á Skarði, sem fór á eftir erninum ríðandi á hesti með stöng í hendi. "Og brátt kom í ljós, að örninn hafði hjer færst of mikið í fang. Jeg var stór eftir aldri, og reyndist fuglinum svo þung, að áður en hann var kominn að fjallinu, dapraðist honum flugið, svo hann flaug það lágt, að Bogi komst á reiðskjóta sínum svo nálægt okkur, að hann gat slengt stönginni í væng arnarins, svo hann varð að setjast. Og þar slepti hann byrðinni." „Móðir mín sagði mjer síðar, að jeg hefði verið dauf og utan við mig nokkra daga á eftir. En varanlegt mein fjekk jeg ekkert af þessari einkennilegu loftferð," sagði Ragnheiður í viðtalinu. Margir hafa efast um að ernir hafi afl til að ræna börnum, og einhverjir efast um að myndbandið sé raunverulegt. Viðtal Valtýs Stefánssonar ritstjóra við Ragnheiði, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins, má finna í heild sinni hér, á vefnum timarit.is, undir dagsetningunni 28. júní 1942.
Tengdar fréttir Ótrúlegt atvik í Kanada - Gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn Ótrúlegt atvik í almenningsgarði í Montreal í Kanada náðist á á myndband á dögunum þegar gullörn steypti sér niður og reyndi að fljúga á brott við ungabarn. Örninn læsti klónum í baki barnsins og flaug með það í nokkrar sekúndur þar til hann missti takið þegar faðir barnsins nálgaðist. Barninu var að vonum nokkuð brugðið en það sakaði ekki. 19. desember 2012 08:54 Var myndbandið tilbúningur? Ótrúlegt myndband sem náðist á dögunum þegar gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn hefur vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum. Fjölmiðlar víða um heim hafa birt myndbandið. En nú eru sumir farnir að efast um hvort að myndbandið sé raunverulegt. 19. desember 2012 13:41 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Ótrúlegt atvik í Kanada - Gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn Ótrúlegt atvik í almenningsgarði í Montreal í Kanada náðist á á myndband á dögunum þegar gullörn steypti sér niður og reyndi að fljúga á brott við ungabarn. Örninn læsti klónum í baki barnsins og flaug með það í nokkrar sekúndur þar til hann missti takið þegar faðir barnsins nálgaðist. Barninu var að vonum nokkuð brugðið en það sakaði ekki. 19. desember 2012 08:54
Var myndbandið tilbúningur? Ótrúlegt myndband sem náðist á dögunum þegar gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn hefur vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum. Fjölmiðlar víða um heim hafa birt myndbandið. En nú eru sumir farnir að efast um hvort að myndbandið sé raunverulegt. 19. desember 2012 13:41