Fótbolti

Kári Árna: Helmingslíkur á að ég nái leiknum gegn Kýpur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kári er hér búinn að skora.
Kári er hér búinn að skora. mynd/vilhelm
Kári Árnason átti frábæran leik þær 48. mínútur sem hann spilaði í hjarta varnarinnar hjá Íslandi í kvöld. Hann skoraði fyrra mark Íslands en meiddist á ökkla skömmu fyrir hálfleik.

„Ég fékk manninn inn í mig og sneri á mér ökklann. Ég gat ekki beytt mér að fullu og taldi betra að Sölvi (Geir Ottesen) kæmi inn á og leysti mig af hólmi," sagði Kári sem taldi um helmingslíkur á að hann myndi ná útileiknum gegn Kýpur á þriðjudag.

Kári fékk gott færi til þess að bæta við marki skömmu eftir markið en brást bogalistin af stuttu færi.

„Boltinn skoppaði skringilega. Ég átti að skora en ég vil meina að þetta hafi verið óheppni," sagði Kári léttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×