Innlent

Breiðholtshrottanir: Rændu hálfri milljón af manni á sjötugsaldri

Mennirnir tveir sem ruddust inn á heimili karlmanns á sjötugsaldri í Breiðholti á dögunum skulu sæta gæsluvarðhaldi til 13. júlí.

Hæstiréttur Íslands staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í dag en mennirnir voru handteknir eftir að þeir höfðu haldið manninum nauðugum á heimili sínu í sex klukkustundir og haft af honum hátt í hálfa milljón krónur, meðal annars með því að neyða hann til þess að millifæra fé af heimabanka sínum yfir á reikning eins af árásarmönnunum.

Árásin var ófyrirleitin og hrottaleg en mennirnir þekktu fórnarlambið ekki neitt. Þeir bönkuðu einfaldlega upp á hjá honum og réðust inn á heimilið.

Maðurinn, sem var í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær, sagðist ekki ætla að láta mennina hrekja sig að heiman.


Tengdar fréttir

Réðust inn á heimili og héldu manni nauðugum í sex klukkustundir

Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, grunaðir um að hafa brotist inn á heimili manns í Reykjavík og haldið honum nauðugum í sex klukkustundir. Þá eru þeir grunaðir um að hafa neytt manninn til að millifæra á reikninga sína verulegar fjárhæðir.

Fórnarlamb segist ekki ætla að láta óþokka hrekja sig að heiman

Karlmaður á sjötugsaldri sem var bundinn og keflaður á eigin heimili í sex tíma segist ekki ætla að láta hræðsluna við óþokkana eyðileggja fyrir sér heimilið. Hann féllst á að lýsa atburðarrásinni en af tillitsemi við öryggi mannsins verður nafn hans ekki birt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×