Fórnarlamb segist ekki ætla að láta óþokka hrekja sig að heiman Andri Ólafsson skrifar 10. júlí 2012 18:45 Karlmaður á sjötugsaldri sem var bundinn og keflaður á eigin heimili í sex tíma segist ekki ætla að láta hræðsluna við óþokkana eyðileggja fyrir sér heimilið. Hann féllst á að lýsa atburðarrásinni en af tillitsemi við öryggi mannsins verður nafn hans ekki birt. Það var aðfaranótt föstudagsins síðasta sem hringt var á dyrabjöllu mannsins, sem býr einn í einbýlishúsi í Breiðholti, þegar hann fór til dyra stóðu tveir menn í dyragættinni. Þeir réðust samstundis á hann og keyrðu hann inn í stofu. „Mér er ýtt inn í stofu og settur í stól og límdur fastur til að byrja með. Svo er ég leystur til þess að fara í tölvuna, þar sem átti að láta mig millifæra fé með hótunum og illindum," lýsir maðurinn. Mennirnir tóku líka kreditkort mannsins og kröfðu hann um pin-númerið. Þeir skildu því næst manninn eftir í húsinu bundinn og keflaðana á meðan þeir fóru út hraðbanka til að tæma öll kort. En fyrst pin-úmerin virkuðu ekki snéru þeir aftur „Þeir komu alveg brjálaðir til baka, slógu mig og börðu og bundu mig í baðkarinu," segir maðurinn sem var látinn liggja í baðkarinu bundinn á höndum og fótum með límt fyrir munninn alla nóttina. Á meðan voru þrjótanir frammi, brjótandi og bramlandi, í leit að verðmætum. Svona var þetta alveg fram á morgun. Um sex klukkutíma alls. „Síðan þegar bankar opna rýkur annar þeirra niður í Mjódd til þess að taka pening út. Í millitíðinni tekst mér að losa mig, en þá voru þeir búnir að festa hurðina þannig ég komst ekki út," segir maðurinn. „En síðan bíða þeir eftir að verða sóttir með ránsfenginn og klukkan er orðin tíu um morguninn. Ég er heppinn að eiga góða að, fólks sem saknaði mín. Þau komu, bönkuðu upp á, en þá ruku mennirnir út að aftanverðu með tölvu og sjónvarp og líklega eitthvað fleira," segir maðurinn klökkur. Þótt þeir hafi náð að flýja var lögreglan fljót að finna mennina. Þeir sitja nú báðir í gæsluvarðhaldi og eiga þunga dóma yfir höfði sér. Okkar maður hefur tekið leyfi frá vinnu til að jafna sig, hann segist staðráðinn í að láta þennan atburð ekki buga sig og hyggst að flytja aftur inn á heimili sitt. „Málið er að það er ekki hægt að vera heima eins og er, gott fólk er að reyna að gera það að heimili aftur. En svona lýð mun ekki takast að hræða mig frá heimilinu, það gengur ekki, ég ætla ekki að vera á flótta og þá verður maður bara drepinn eins og var hótað," segir maðurinn eftir þessa hrollvekjandi lífsreynslu. Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Karlmaður á sjötugsaldri sem var bundinn og keflaður á eigin heimili í sex tíma segist ekki ætla að láta hræðsluna við óþokkana eyðileggja fyrir sér heimilið. Hann féllst á að lýsa atburðarrásinni en af tillitsemi við öryggi mannsins verður nafn hans ekki birt. Það var aðfaranótt föstudagsins síðasta sem hringt var á dyrabjöllu mannsins, sem býr einn í einbýlishúsi í Breiðholti, þegar hann fór til dyra stóðu tveir menn í dyragættinni. Þeir réðust samstundis á hann og keyrðu hann inn í stofu. „Mér er ýtt inn í stofu og settur í stól og límdur fastur til að byrja með. Svo er ég leystur til þess að fara í tölvuna, þar sem átti að láta mig millifæra fé með hótunum og illindum," lýsir maðurinn. Mennirnir tóku líka kreditkort mannsins og kröfðu hann um pin-númerið. Þeir skildu því næst manninn eftir í húsinu bundinn og keflaðana á meðan þeir fóru út hraðbanka til að tæma öll kort. En fyrst pin-úmerin virkuðu ekki snéru þeir aftur „Þeir komu alveg brjálaðir til baka, slógu mig og börðu og bundu mig í baðkarinu," segir maðurinn sem var látinn liggja í baðkarinu bundinn á höndum og fótum með límt fyrir munninn alla nóttina. Á meðan voru þrjótanir frammi, brjótandi og bramlandi, í leit að verðmætum. Svona var þetta alveg fram á morgun. Um sex klukkutíma alls. „Síðan þegar bankar opna rýkur annar þeirra niður í Mjódd til þess að taka pening út. Í millitíðinni tekst mér að losa mig, en þá voru þeir búnir að festa hurðina þannig ég komst ekki út," segir maðurinn. „En síðan bíða þeir eftir að verða sóttir með ránsfenginn og klukkan er orðin tíu um morguninn. Ég er heppinn að eiga góða að, fólks sem saknaði mín. Þau komu, bönkuðu upp á, en þá ruku mennirnir út að aftanverðu með tölvu og sjónvarp og líklega eitthvað fleira," segir maðurinn klökkur. Þótt þeir hafi náð að flýja var lögreglan fljót að finna mennina. Þeir sitja nú báðir í gæsluvarðhaldi og eiga þunga dóma yfir höfði sér. Okkar maður hefur tekið leyfi frá vinnu til að jafna sig, hann segist staðráðinn í að láta þennan atburð ekki buga sig og hyggst að flytja aftur inn á heimili sitt. „Málið er að það er ekki hægt að vera heima eins og er, gott fólk er að reyna að gera það að heimili aftur. En svona lýð mun ekki takast að hræða mig frá heimilinu, það gengur ekki, ég ætla ekki að vera á flótta og þá verður maður bara drepinn eins og var hótað," segir maðurinn eftir þessa hrollvekjandi lífsreynslu.
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira