Enski boltinn

Gylfi útaf í hálfleik og Tottenham snéri tapi í sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Tottenham fagnaði sínum öðrum sigri í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið vann 2-1 heimasigur á nágrönnum sínum í Queens Park Rangers. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Tottenham en var tekinn útaf í hálfleik í stöðunni 0-1 fyrir QPR. Jermain Defoe skoraði sigurmarkið og hefur þar með skorað fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi byrjaði leikinn vel og átti að fá vítaspyrnu eftir þriggja mínútna leik eftir að hafa verið felldur af Clint Hill en Phil Dowd dæmdi ekki neitt.

Bobby Zamora kom QPR í 1-0 á 33. mínútu eftir sendingu frá Alejandro Faurlin. Gylfi var síðan skipt útaf í hálfleik fyrir Steven Caulker sem lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Tottenham.

Tottenham skoraði síðan tvö mörk á tveimur mínútum eftir klukkutíma og komst fyrir vikið yfir í leiknum. Fyrst varð Alejandro Faurlin fyrir því að skora klaufalegt sjálfsmark og mínútu síðar skoraði Jermain Defoe af stuttu færi eftir að Gareth Bale hafði skoraði í slá.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×