Tók í hönd framkvæmdastjórans, kippti honum að sér og stakk Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 7. mars 2012 18:45 Guðgeir Guðmundsson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag og þá er honum einnig gert að sæta geðrannsókn. mynd/stöð 2 Framkvæmdastjóri Lagastoða hafði lækkað skuld árásarmannsins um þrjátíu þúsund krónur og þeir komist að samkomulagi áður en sá síðarnefndi réðist á hann og veitti honum lífshættulega áverka. Hinn særði er enn í lífshættu. Samkvæmt heimildum fréttastofu tók framkvæmdastjóri Lagastoða á móti árásarmanninum Guðgeiri Guðmundssyni eftir að sá síðarnefndi mætti á skrifstofu lögmannsstofunnar vegna skuldamála en skuld Guðgeirs hljóðaði upp á rúmar áttatíu þúsund krónur. Þeir fóru saman inn á skrifstofu framkvæmdastjórans og unnu þar að því að komast að ásættanlegri niðurstöðu mála. Inni á skrifstofunni eyddu þeir dágóðum tíma og felldi framkvæmdastjórinn meðal annars niður kostnað af skuld Guðgeirs um þrjátíu þúsund krónur svo hún endaði í rúmum fimmtíu þúsund krónum. Framkvæmdastjórinn prentaði út skjal sem sýnir að mennirnir höfðu komist að samkomulagi og var athugasemd þess efnis bókuð inn í innheimtukerfi Lögmannsstofunnar. Svo virðist sem Guðgeir hafi því ekki ráðist á framkvæmdastjórann um leið og hann kom inn á skrifstofu hans, líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum, heldur þegar hann var að kveðja manninn, en samkvæmt heimildum fréttastofu tók hann í hönd framkvæmdastjórans kippti honum að sér og stakk hann. Framkvæmdastjórinn liggur enn mjög þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. Honum er enn haldið sofandi í öndunarvél eftir að hafa gengist undir umfangsmikla aðgerð í fyrradag. Hann er í lífshættu. Málið hefur vakið mikla athygli breskra fjölmiðla og má finna víða fréttir þess efnis að Guðni Bergsson, fyrrum landsliðfyrirliði Íslands í knattspyrnu og leikmaður Bolton og Tottenham hafi verið stunginn í árásinni. Guðni hlaut líkt og áður hefur komið fram tvö stungusár á læri þegar hann kom samstarfsfélaga sínum til hjálpar og yfirbugaði árásarmanninn. Í einkaviðtali við The Bolton News lýsir Guðni atburðinum þannig að hann hafi séð árásina eiga sér stað og hafi flýtt sér til að ná hnífnum af árásarmanninum. Það hafi tekist og hafi Guðni haldið honum þar til lögregla kom á staðinn. Guðni segist í viðtalinu vera í áfalli eftir árásina en að hann hugsi þó mest um og voni að samstarfsfélagi hans lifi árásina af. Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Framkvæmdastjóri Lagastoða hafði lækkað skuld árásarmannsins um þrjátíu þúsund krónur og þeir komist að samkomulagi áður en sá síðarnefndi réðist á hann og veitti honum lífshættulega áverka. Hinn særði er enn í lífshættu. Samkvæmt heimildum fréttastofu tók framkvæmdastjóri Lagastoða á móti árásarmanninum Guðgeiri Guðmundssyni eftir að sá síðarnefndi mætti á skrifstofu lögmannsstofunnar vegna skuldamála en skuld Guðgeirs hljóðaði upp á rúmar áttatíu þúsund krónur. Þeir fóru saman inn á skrifstofu framkvæmdastjórans og unnu þar að því að komast að ásættanlegri niðurstöðu mála. Inni á skrifstofunni eyddu þeir dágóðum tíma og felldi framkvæmdastjórinn meðal annars niður kostnað af skuld Guðgeirs um þrjátíu þúsund krónur svo hún endaði í rúmum fimmtíu þúsund krónum. Framkvæmdastjórinn prentaði út skjal sem sýnir að mennirnir höfðu komist að samkomulagi og var athugasemd þess efnis bókuð inn í innheimtukerfi Lögmannsstofunnar. Svo virðist sem Guðgeir hafi því ekki ráðist á framkvæmdastjórann um leið og hann kom inn á skrifstofu hans, líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum, heldur þegar hann var að kveðja manninn, en samkvæmt heimildum fréttastofu tók hann í hönd framkvæmdastjórans kippti honum að sér og stakk hann. Framkvæmdastjórinn liggur enn mjög þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. Honum er enn haldið sofandi í öndunarvél eftir að hafa gengist undir umfangsmikla aðgerð í fyrradag. Hann er í lífshættu. Málið hefur vakið mikla athygli breskra fjölmiðla og má finna víða fréttir þess efnis að Guðni Bergsson, fyrrum landsliðfyrirliði Íslands í knattspyrnu og leikmaður Bolton og Tottenham hafi verið stunginn í árásinni. Guðni hlaut líkt og áður hefur komið fram tvö stungusár á læri þegar hann kom samstarfsfélaga sínum til hjálpar og yfirbugaði árásarmanninn. Í einkaviðtali við The Bolton News lýsir Guðni atburðinum þannig að hann hafi séð árásina eiga sér stað og hafi flýtt sér til að ná hnífnum af árásarmanninum. Það hafi tekist og hafi Guðni haldið honum þar til lögregla kom á staðinn. Guðni segist í viðtalinu vera í áfalli eftir árásina en að hann hugsi þó mest um og voni að samstarfsfélagi hans lifi árásina af.
Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira