Fótbolti

Ísland og Noregur hjálpast að í undankeppni HM 2014

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Nils Johan Semb, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, bera saman bækur sínar á milli leikja í undankeppni HM 2014.

„Við verðum að standa saman, litlu þjóðirnar," sagði Semb í samtali við norska ríkissjónvarpið. Semb þekkir Lagerbäck vel en þeir mættust oft þegar þeir voru landsliðsþjálfarar Noregs og Svíþjóð á sínum tíma. Semb starfar í dag fyrir norska knattspyrnusambandið.

„Við erum sammála um að tala saman og deila reynslu okkar af leikjum okkar í riðlinum. Ég fæ að heyra hvað Lars hefur að segja um sína leiki og við fáum líka upptökur af leikjunum," sagði Semb en sagðist vel meðvitaðir um að Ísland og Noregur væru keppinautar í riðlakeppninni.

„Það getur svo vel verið að við munum berjast áfram fram í síðasta leik. Þessi riðill er opnari en allir aðrir í undankeppninni."

Ísland og Noregur mætast í Ullevaal í Osló í lokaumferð riðlakeppninnar næsta haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×