Geir: Eins og að skora sjálfsmark fyrir leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2012 16:25 Geir Þorsteinsson. Mynd / Anton „Við erum að reyna að tefla fram okkar sterkasta knattspyrnuliði á eftir. Aron Einar er hluti af því liði," sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Vísi nú síðdegis. Klukkan 17.00 hefst leikur Albaníu og Íslands í undankeppni HM 2014. Aron Einar Gunnarsson er skipaður landsliðsfyriliði en í gær lét hann hafa eftir sér ummæli þar sem hann sagði að Albanir væru mestmegnis glæpamenn. Síðan þá hefur Aron Einar beðist afsökunar á ummælum sínum en Geir staðfesti að hann verði í liði Íslands á eftir og að hann muni bera fyrirliðaband Íslands. Sagt var frá því í útvarpsfréttum Rúv klukkan 15.00 að Geir hafi átt fund með formanni albanska knattspyrnusambandið um málið. Vísir greindi einnig frá því en það reyndist ekki rétt. „Ég veit ekki hvaðan þessi frétt kom. Við funduðum vissulega í hádeginu en þá var ég ekki búinn að fá þessar fréttir af ummælum Arons. Síðan þá hef ég ekki fundað með honum," sagði Geir, sem staðfesti svo að Aron muni spila í dag. „Við fórum yfir það áðan en við höfum ekki haft mikinn tíma [til að taka ákvörðun]. Við erum að fara í mikilvægan leik. Í hópíþrótt hefur einn leikmaður áhrif á allan hópinn." „Það er ekki hægt að einangra bara eitt dæmi. Það er búið að undirbúa liðið fyrir þennan leik alla vikuna og við þurfum að gera okkar besta í þessum leik," sagði Geir. „Við tókum því þá ákvörðun að hann muni spila leikinn og vera fyrirliði. Það er ekkert af þessu auðvelt. Hann þarf að draga lærdóm af þessu og við allir. En þessu máli er engan veginn lokið." Kom ekki til greina að setja knattspyrnulega hagsmuni til hliðar og draga Aron úr liðinu vegna ummæla sinna? „Það eru ýmsar hliðar á þessu máli. Við erum að tefla fram okkar sterkasta knattspyrnuliði á eftir. Aron er hluti af því liði. Aron hefur beðist afsökunar en þessu máli er ekki lokið." „Ég legg áherslu á að þetta er hópíþrótt. Við erum með ellefu manna lið sem er búið að undirbúa rækilega. „Hvort þessi ákvörðun er rétt eða röng - það veit ég ekki. Við verðum að sjá til eftir leikinn. Ef þetta mál er komið í umhverfið hér úti þá mun engu máli skipta hvaða leikmaður muni fara fyrir íslenska liðinu út á völlinn. Það verður mótbyr." Geir segir að hann muni setjast niður með Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara eftir leikinn. „Þjálfari liðsins skipar fyrirliðann. En þú getur rétt ímyndað þér að það er enginn ánægður með þessa stöðu sem upp er komin. Það er nánast eins og að liðið hafi gert sjálfsmark áður en leikurinn byrjaði." Geir vissi ekki hvort að fjölmiðlar ytra eða knattspyrnusamband Albaníu vissi af ummælunum. „Ég get ekki sagt það á þessari stundu," sagði hann. Fótbolti Tengdar fréttir Aron Einar biðst afsökunar Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur beðist auðmjúklega afsökunar á óviðeigandi ummælum sem hann lét falla um Albana á vefsíðunni fótbolti.net. 12. október 2012 13:15 Afsökunarbeiðni Arons Einars Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar ummæli sín um albönsku þjóðina. 12. október 2012 15:10 Hvað sagði Aron um albönsku þjóðina? Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét alla í viðtali við Fótbolta.net í gær. 12. október 2012 15:40 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
„Við erum að reyna að tefla fram okkar sterkasta knattspyrnuliði á eftir. Aron Einar er hluti af því liði," sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Vísi nú síðdegis. Klukkan 17.00 hefst leikur Albaníu og Íslands í undankeppni HM 2014. Aron Einar Gunnarsson er skipaður landsliðsfyriliði en í gær lét hann hafa eftir sér ummæli þar sem hann sagði að Albanir væru mestmegnis glæpamenn. Síðan þá hefur Aron Einar beðist afsökunar á ummælum sínum en Geir staðfesti að hann verði í liði Íslands á eftir og að hann muni bera fyrirliðaband Íslands. Sagt var frá því í útvarpsfréttum Rúv klukkan 15.00 að Geir hafi átt fund með formanni albanska knattspyrnusambandið um málið. Vísir greindi einnig frá því en það reyndist ekki rétt. „Ég veit ekki hvaðan þessi frétt kom. Við funduðum vissulega í hádeginu en þá var ég ekki búinn að fá þessar fréttir af ummælum Arons. Síðan þá hef ég ekki fundað með honum," sagði Geir, sem staðfesti svo að Aron muni spila í dag. „Við fórum yfir það áðan en við höfum ekki haft mikinn tíma [til að taka ákvörðun]. Við erum að fara í mikilvægan leik. Í hópíþrótt hefur einn leikmaður áhrif á allan hópinn." „Það er ekki hægt að einangra bara eitt dæmi. Það er búið að undirbúa liðið fyrir þennan leik alla vikuna og við þurfum að gera okkar besta í þessum leik," sagði Geir. „Við tókum því þá ákvörðun að hann muni spila leikinn og vera fyrirliði. Það er ekkert af þessu auðvelt. Hann þarf að draga lærdóm af þessu og við allir. En þessu máli er engan veginn lokið." Kom ekki til greina að setja knattspyrnulega hagsmuni til hliðar og draga Aron úr liðinu vegna ummæla sinna? „Það eru ýmsar hliðar á þessu máli. Við erum að tefla fram okkar sterkasta knattspyrnuliði á eftir. Aron er hluti af því liði. Aron hefur beðist afsökunar en þessu máli er ekki lokið." „Ég legg áherslu á að þetta er hópíþrótt. Við erum með ellefu manna lið sem er búið að undirbúa rækilega. „Hvort þessi ákvörðun er rétt eða röng - það veit ég ekki. Við verðum að sjá til eftir leikinn. Ef þetta mál er komið í umhverfið hér úti þá mun engu máli skipta hvaða leikmaður muni fara fyrir íslenska liðinu út á völlinn. Það verður mótbyr." Geir segir að hann muni setjast niður með Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara eftir leikinn. „Þjálfari liðsins skipar fyrirliðann. En þú getur rétt ímyndað þér að það er enginn ánægður með þessa stöðu sem upp er komin. Það er nánast eins og að liðið hafi gert sjálfsmark áður en leikurinn byrjaði." Geir vissi ekki hvort að fjölmiðlar ytra eða knattspyrnusamband Albaníu vissi af ummælunum. „Ég get ekki sagt það á þessari stundu," sagði hann.
Fótbolti Tengdar fréttir Aron Einar biðst afsökunar Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur beðist auðmjúklega afsökunar á óviðeigandi ummælum sem hann lét falla um Albana á vefsíðunni fótbolti.net. 12. október 2012 13:15 Afsökunarbeiðni Arons Einars Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar ummæli sín um albönsku þjóðina. 12. október 2012 15:10 Hvað sagði Aron um albönsku þjóðina? Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét alla í viðtali við Fótbolta.net í gær. 12. október 2012 15:40 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
Aron Einar biðst afsökunar Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur beðist auðmjúklega afsökunar á óviðeigandi ummælum sem hann lét falla um Albana á vefsíðunni fótbolti.net. 12. október 2012 13:15
Afsökunarbeiðni Arons Einars Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar ummæli sín um albönsku þjóðina. 12. október 2012 15:10
Hvað sagði Aron um albönsku þjóðina? Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét alla í viðtali við Fótbolta.net í gær. 12. október 2012 15:40