Fótbolti

Hvað sagði Aron um albönsku þjóðina?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson í leik með íslenska landsliðinu.
Aron Einar Gunnarsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Anton
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét alla í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Eins og lesa má hér fyrir neðan segir Aron Einar að Albanir séu mestmegnis glæpamenn og að leikmenn landsliðsins hafi ekki mikið farið út af hóteli sínu ytra.

Fótbolti.net birti viðtalið fyrst í gær en fjarlægði það svo að ósk Arons Einars. Það er nú komið aftur á síðuna en það má lesa, orðrétt, hér fyrir neðan.

Fótbolti.net: Aron, þið hafið verið hér í Albaníu síðan á mánudag og fá nægan tíma til að kynnast landi og þjóð?

Aron: Já, því miður segi ég nú bara. Þetta er ekki, eitthvað, upp á marga fiska, þessi þjóð. Þetta er náttúrulega bara upplifelsi og maður getur alla vega sagt að maður hafi komið til Albaníu og farið í klippingu í Albaníu. Það eru ekki margir sem geta sagt það. En þetta er náttúrúlega bara [...] já, við erum að spila við þá á útivelli líka. Það er gaman, gaman að sjá eitthvað nýtt. Þetta verður bara fínt. Fínt að spila svona leik og fá að kynnast því hvernig áhorfendurnir hérna eru.

Fótbolti.net: [Heyrist ekki] er allt öðruvísi menning hérna í Albaníu en heima á Íslandi.

Aron: Já, þetta er allt annað. Ég meina, það er mikil fátækt hérna í þessu landi og þetta eru mestmegnis glæpamenn [brosir]. En nei, nei. Þetta er fínt. Við erum búnir að hanga upp á hóteli og menn eru ekki mikið að drífa sig af hótelinu. En þetta er eins og er. Við erum búnir að vera hérna í smá tíma en hótelið er fínt, það er bara jákvætt. Við erum búnir að slappa mikið af og vonandi náum við bara að mæta í leikinn orkumiklir og flottir.

Fótbolti.net: Þú hefur ekkert verið hræddur hérna?

Aron: Jú, ég var skíthræddur þegar við lentum og erum í rútunni og mætum manni sem er ber að ofan, grjótharður með haglabyssu á bakinu og skotvesti á öxlinni. Þannig að manni var ekki alveg sama. Þetta var svona það fyrsta sem við sáum þegar við lentum. Þetta var ekki alveg akkurat það sem maður vildi sjá. En eins og ég segi, þetta er öðruvísi og fólk, hérna, fólk. [hlær] Menn eru verið að tala í viðtali hérna hinum megin og menn eru eitthvað að drulla yfir mann eins og vanalega. En eins og ég segi, þetta er bara upplifelsi og maður tekur þetta bara í reynslubankann.


Tengdar fréttir

Aron Einar biðst afsökunar

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur beðist auðmjúklega afsökunar á óviðeigandi ummælum sem hann lét falla um Albana á vefsíðunni fótbolti.net.

Afsökunarbeiðni Arons Einars

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar ummæli sín um albönsku þjóðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×