Hreyfihömluð kona fær ekki að keppa um tíma í Reykjavíkurmaraþoni BBI skrifar 16. ágúst 2012 12:06 Arna á handahjólinu. Hún hefur undirbúið sig markvisst í sumar og lyft í vetur þegar viðraði ekki til hjólaferða. Mynd/Arna Arna Sigríður Albertsdóttir, ísfirsk kona sem lenti í skíðaslysi árið 2006 og hefur verið bundin við hjólastól síðan, fær ekki að keppa um tíma á Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fer um helgina. Hún hefur æft markvisst fyrir hlaupið og ætlaði sér heilt maraþon. Þegar á hólmin er komið fær hún ekki að keppa um tíma og er stillt upp aftast í rásröð með þeim fyrirmælum að hún megi ekki taka fram úr neinum. Arna var aðeins sextán ára gömul þegar hún hlaut varanlegan mænuskaða í skíðaslysi. Hún var á æfingaferð í Noregi þegar hún skíðaði á tré. Síðan hefur hún verið bundin við hjólastól. Að undanförnu hefur hún æft markvisst á sérhönnuðu handahjóli í því skyni að fara heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni. „Þetta er auðvitað auðveldara en að hlaupa svo ég hugsa að ég gæti farið þetta á sirka tveimur og hálfum tíma," segir hún og markmiðið var að keppa um tíma. Hjá Reykjavíkurmaraþoni kemur hún hins vegar að lokuðum dyrum. „Nei, hún fær ekki að keppa um tíma," segir Gerður Þóra Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurmaraþons. Ástæðan er sú að um íslandsmeistaramót í hlaupi er að ræða og forsvarsmönnum hlaupsins finnst öfugsnúið að manneskja á hjóli keppi um tíma í því. Arna verður þó ekki útilokuð frá tímatökunni. Tíminn verður mældur en hún á ekki kost á því að komast á verðlaunapall.Arna á hjólinu.Mynd/ArnaÖrnu verður þó leyft að taka þátt í hlaupinu. Hún verður hins vegar sett aftast í rásröð, en hlaupurum er raðað upp eftir því á hvaða hraða þeir hyggjast hlaupa. Henni er auk þess bannað að taka fram úr og gert að víkja fyrir hlaupurum þó hún geti að líkindum farið mun hraðar yfir en flestir hlauparar. „Það skapar hættu. Þetta er bara spurning um öryggi. Hlauparar búast ekki við því að einhver komi skyndilega fram úr þeim á hjóli," segir Gerður. Auk þess fara hjól af þessum togar hraðar yfir en hlaupararnir og aðstæður bjóða ekki upp á slíkt vegna umferðaröryggis. „Við fáum því miður ekki að loka sumum götum. Þetta væri allt annað mál ef við gætum gert það. Við viljum bara ekki hafa á samviskunni að einhver keyri á konu á hjóli hérna hjá okkur," segir Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri hlaupsins. Arna er afar svekkt yfir afstöðu Reykjavíkurmaraþons. Eins og stendur efast hún um að hún taki þátt enda ekki spennandi að vera fastur aftast í langri röð. Hún ætlar því að leita eitthvert annað eftir hlaupi sem hún getur tekið þátt í og fengið tímamælingu. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Arna Sigríður Albertsdóttir, ísfirsk kona sem lenti í skíðaslysi árið 2006 og hefur verið bundin við hjólastól síðan, fær ekki að keppa um tíma á Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fer um helgina. Hún hefur æft markvisst fyrir hlaupið og ætlaði sér heilt maraþon. Þegar á hólmin er komið fær hún ekki að keppa um tíma og er stillt upp aftast í rásröð með þeim fyrirmælum að hún megi ekki taka fram úr neinum. Arna var aðeins sextán ára gömul þegar hún hlaut varanlegan mænuskaða í skíðaslysi. Hún var á æfingaferð í Noregi þegar hún skíðaði á tré. Síðan hefur hún verið bundin við hjólastól. Að undanförnu hefur hún æft markvisst á sérhönnuðu handahjóli í því skyni að fara heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni. „Þetta er auðvitað auðveldara en að hlaupa svo ég hugsa að ég gæti farið þetta á sirka tveimur og hálfum tíma," segir hún og markmiðið var að keppa um tíma. Hjá Reykjavíkurmaraþoni kemur hún hins vegar að lokuðum dyrum. „Nei, hún fær ekki að keppa um tíma," segir Gerður Þóra Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurmaraþons. Ástæðan er sú að um íslandsmeistaramót í hlaupi er að ræða og forsvarsmönnum hlaupsins finnst öfugsnúið að manneskja á hjóli keppi um tíma í því. Arna verður þó ekki útilokuð frá tímatökunni. Tíminn verður mældur en hún á ekki kost á því að komast á verðlaunapall.Arna á hjólinu.Mynd/ArnaÖrnu verður þó leyft að taka þátt í hlaupinu. Hún verður hins vegar sett aftast í rásröð, en hlaupurum er raðað upp eftir því á hvaða hraða þeir hyggjast hlaupa. Henni er auk þess bannað að taka fram úr og gert að víkja fyrir hlaupurum þó hún geti að líkindum farið mun hraðar yfir en flestir hlauparar. „Það skapar hættu. Þetta er bara spurning um öryggi. Hlauparar búast ekki við því að einhver komi skyndilega fram úr þeim á hjóli," segir Gerður. Auk þess fara hjól af þessum togar hraðar yfir en hlaupararnir og aðstæður bjóða ekki upp á slíkt vegna umferðaröryggis. „Við fáum því miður ekki að loka sumum götum. Þetta væri allt annað mál ef við gætum gert það. Við viljum bara ekki hafa á samviskunni að einhver keyri á konu á hjóli hérna hjá okkur," segir Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri hlaupsins. Arna er afar svekkt yfir afstöðu Reykjavíkurmaraþons. Eins og stendur efast hún um að hún taki þátt enda ekki spennandi að vera fastur aftast í langri röð. Hún ætlar því að leita eitthvert annað eftir hlaupi sem hún getur tekið þátt í og fengið tímamælingu.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira