Segja sænsku leiðina góða - lögreglan sökuð um lélega eftirfylgni 16. ágúst 2012 14:26 Frá mótmælum femínista vegna vændis. Femínistafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumræðu um sænsku leiðina svokölluðu og hefur verið til umfjöllunar á fréttastofu Stöðvar 2 síðastliðna daga. Í yfirlýsingunni, sem birtist á vefnum Smugan.is, kemur fram að lögin séu ekki slæm, heldur heillaskref, vandamálið sé hinsvegar lögreglan sem framfylgir ekki lögunum. Orðrétt segir í yfirlýsingunni: „Sá málflutningur að sænska leiðin geri það að verkum að enn erfiðara sé að koma fórnarlömbum mansals til bjargar eða hún ýti jafnvel undir það hefur flogið hátt. Vitnað hefur verið í skýrslur frá þróunarstofnun SÞ og undirstofnun félagsþjónustunnar í Noregi, sem í aðalatriðum gagnrýna sænsku leiðina fyrir að í kjölfar hennar hafi ofbeldi gegn vændisseljendum aukist og vændi færst meira undir yfirborðið. Vert er að benda á að það er á ábyrgð lögreglunnar að taka á undirheimastarfsemi og skipulagðri glæpastarfsemi með vændi og mansal. Klám- og vændisiðnaður blómstrar þegar vændiskaupendur geta gengið út frá því að ekki komist upp um þá. Vændismarkaðurinn veltir gífurlegum fjármunum en svo salan geti átt sér stað getur vændi aldrei verið svo hulið að kaupandinn finni það ekki. Ef það er nógu sýnilegt fyrir hann, þá er það nógu sýnilegt fyrir lögregluna. Þetta hafa Stígamót og aðrir fagaðilar ítrekað bent á og gagnrýnt lögregluyfirvöld fyrir að taka ekki á þessum lögbrotum sem viðgangast, og sýna málaflokknum áhugaleysi." Lögin voru innleidd hér á landi fyrir þremur árum síðan. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið síðustu helgi og var þá meðal annars rætt við Pye Jakobsson, stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi í Svíþjóð. Hún segir að með því að gera kaupendur vændis að glæpamönnum sé komið í veg fyrir að hægt sé að hægt sé að tilkynna mansal. Þá kom fram í Fréttablaðinu í gær að tilraun sænskra stjórnvalda til að stemma stigu við vændi með því að gera kaup á kynlífsþjónustu refsiverð hafi ekki skilað tilætluðum árangri, hvorki í baráttu gegn mansali né gegn útbreiðslu HIV-veirunnar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á ráðstefnu í Washington í síðasta mánuði. Í yfirlýsingu Femínistafélagsins segir meðal annars: „Sú gagnrýni sem haldið hefur verið á lofti síðastliðna daga er rammpólitísk og lituð þeirri skoðun að vændi sé í raun frjáls viðskipti, þar sem kaupandi og seljandi sitji við sama borð." Hægt er að lesa yfirlýsinguna i heild sinni hér fyrir neðan:Yfirlýsing Femínistafélags Íslands vegna fjölmiðlaumræðu um sænsku leiðinaSænska leiðin sem var lögleidd hér á landi fyrir þremur árum og gerir kaup vændis refisverð hefur verið talsvert í fjölmiðlum undanfarið. Femínistafélag Íslands ályktar að markmið núverandi laga, um að vinna gegn verslun með manneskjur sé íslensku samfélagi til bóta. Hugmyndafræði sænsku leiðarinnar felur í sér þá sýn að vændi er ofbeldi sem á ekki að líðast í jöfnu og réttlátu samfélagi. Kaup á vændi byggja á djúpstæðum valdatengslum þar sem kaupandinn hefur völdin í krafti efnahagslegrar og félagslegrar stöðu sinnar. Slík viðskipti geta aldrei farið fram á jafningjagrundvelli. Sú gagnrýni sem haldið hefur verið á lofti síðastliðna daga er rammpólitísk og lituð þeirri skoðun að vændi sé í raun frjáls viðskipti, þar sem kaupandi og seljandi sitji við sama borð.Sá málflutningur að sænska leiðin geri það að verkum að enn erfiðara sé að koma fórnarlömbum mansals til bjargar eða hún ýti jafnvel undir það hefur flogið hátt. Vitnað hefur verið í skýrslur frá þróunarstofnun SÞ og undirstofnun félagsþjónustunnar í Noregi, sem í aðalatriðum gagnrýna sænsku leiðina fyrir að í kjölfar hennar hafi ofbeldi gegn vændisseljendum aukist og vændi færst meira undir yfirborðið. Vert er að benda á að það er á ábyrgð lögreglunnar að taka á undirheimastarfsemi og skipulagðri glæpastarfsemi með vændi og mansal. Klám- og vændisiðnaður blómstrar þegar vændiskaupendur geta gengið út frá því að ekki komist upp um þá. Vændismarkaðurinn veltir gífurlegum fjármunum en svo salan geti átt sér stað getur vændi aldrei verið svo hulið að kaupandinn finni það ekki. Ef það er nógu sýnilegt fyrir hann, þá er það nógu sýnilegt fyrir lögregluna. Þetta hafa Stígamót og aðrir fagaðilar ítrekað bent á og gagnrýnt lögregluyfirvöld fyrir að taka ekki á þessum lögbrotum sem viðgangast, og sýna málaflokknum áhugaleysi.Þá er það blekking að halda því fram að vændi verði hamið með því að lögleiða það, eða að vændiskaupendur fari allt í einu að koma betur fram við vændisseljendur ef vændiskaup verða lögleg. Sláandi er hversu fyrirferðarlítil umfjöllun ákveðinna fjölmiðla um útbreitt ofbeldi vændiskúnna gegn fólki í vændi er, en það atriði er þó fyrirferðarmikið í þeim skýrslum sem fjölmiðlarnir hafa byggt umfjöllun sína á. Femínistafélagið lítur svo á að ofbeldi og valdbeiting þeirra sem brjóta lög og kaupa aðrar manneskjur sé talsvert stærra vandamál en að hér séu lög sem banna fólki að kaupa vændi.Kynjamisrétti byggir á aldagömlum venjum og við þurfum að vinna hörðum höndum til að skapa samfélag þar sem kynin geta verið jöfn. Jafnréttissamfélag getur aldrei samþykkt sölu á líkama kvenna og slíkt á aldrei að teljast eðlilegt. Sænska leiðin var skref í rétta átt og íslenskt samfélag má vera stolt af því. En lagabókstafurinn er lítils virði einn og sér ef lögum er ekki framfylgt, og enn er langt í land. Femínistafélagið harmar hversu lítið hefur reynt á þessi lög hér á landi en það er ljóst að þeim hefur ekki verið framfylgt. Eftirfylgni lögreglunnar er verulega ábótavant og brýn þörf er á auknum mannskap og sérstakri deild sem sérhæfir sig í þessum málum innan hennar.Femínistafélagið fagnar því að stjórnvöld hafa heitið því að beita sér með auknum krafti í baráttunni við vændi og mansal og óskar þess að þau standi við það. Ekki má gleyma að hluti af því er að setja aukinn kraft í rannsóknir á vændismarkaðnum hér á landi, svo hægt sé að bregðast sem best við íslenskum raunveruleika. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
Femínistafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumræðu um sænsku leiðina svokölluðu og hefur verið til umfjöllunar á fréttastofu Stöðvar 2 síðastliðna daga. Í yfirlýsingunni, sem birtist á vefnum Smugan.is, kemur fram að lögin séu ekki slæm, heldur heillaskref, vandamálið sé hinsvegar lögreglan sem framfylgir ekki lögunum. Orðrétt segir í yfirlýsingunni: „Sá málflutningur að sænska leiðin geri það að verkum að enn erfiðara sé að koma fórnarlömbum mansals til bjargar eða hún ýti jafnvel undir það hefur flogið hátt. Vitnað hefur verið í skýrslur frá þróunarstofnun SÞ og undirstofnun félagsþjónustunnar í Noregi, sem í aðalatriðum gagnrýna sænsku leiðina fyrir að í kjölfar hennar hafi ofbeldi gegn vændisseljendum aukist og vændi færst meira undir yfirborðið. Vert er að benda á að það er á ábyrgð lögreglunnar að taka á undirheimastarfsemi og skipulagðri glæpastarfsemi með vændi og mansal. Klám- og vændisiðnaður blómstrar þegar vændiskaupendur geta gengið út frá því að ekki komist upp um þá. Vændismarkaðurinn veltir gífurlegum fjármunum en svo salan geti átt sér stað getur vændi aldrei verið svo hulið að kaupandinn finni það ekki. Ef það er nógu sýnilegt fyrir hann, þá er það nógu sýnilegt fyrir lögregluna. Þetta hafa Stígamót og aðrir fagaðilar ítrekað bent á og gagnrýnt lögregluyfirvöld fyrir að taka ekki á þessum lögbrotum sem viðgangast, og sýna málaflokknum áhugaleysi." Lögin voru innleidd hér á landi fyrir þremur árum síðan. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið síðustu helgi og var þá meðal annars rætt við Pye Jakobsson, stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi í Svíþjóð. Hún segir að með því að gera kaupendur vændis að glæpamönnum sé komið í veg fyrir að hægt sé að hægt sé að tilkynna mansal. Þá kom fram í Fréttablaðinu í gær að tilraun sænskra stjórnvalda til að stemma stigu við vændi með því að gera kaup á kynlífsþjónustu refsiverð hafi ekki skilað tilætluðum árangri, hvorki í baráttu gegn mansali né gegn útbreiðslu HIV-veirunnar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á ráðstefnu í Washington í síðasta mánuði. Í yfirlýsingu Femínistafélagsins segir meðal annars: „Sú gagnrýni sem haldið hefur verið á lofti síðastliðna daga er rammpólitísk og lituð þeirri skoðun að vændi sé í raun frjáls viðskipti, þar sem kaupandi og seljandi sitji við sama borð." Hægt er að lesa yfirlýsinguna i heild sinni hér fyrir neðan:Yfirlýsing Femínistafélags Íslands vegna fjölmiðlaumræðu um sænsku leiðinaSænska leiðin sem var lögleidd hér á landi fyrir þremur árum og gerir kaup vændis refisverð hefur verið talsvert í fjölmiðlum undanfarið. Femínistafélag Íslands ályktar að markmið núverandi laga, um að vinna gegn verslun með manneskjur sé íslensku samfélagi til bóta. Hugmyndafræði sænsku leiðarinnar felur í sér þá sýn að vændi er ofbeldi sem á ekki að líðast í jöfnu og réttlátu samfélagi. Kaup á vændi byggja á djúpstæðum valdatengslum þar sem kaupandinn hefur völdin í krafti efnahagslegrar og félagslegrar stöðu sinnar. Slík viðskipti geta aldrei farið fram á jafningjagrundvelli. Sú gagnrýni sem haldið hefur verið á lofti síðastliðna daga er rammpólitísk og lituð þeirri skoðun að vændi sé í raun frjáls viðskipti, þar sem kaupandi og seljandi sitji við sama borð.Sá málflutningur að sænska leiðin geri það að verkum að enn erfiðara sé að koma fórnarlömbum mansals til bjargar eða hún ýti jafnvel undir það hefur flogið hátt. Vitnað hefur verið í skýrslur frá þróunarstofnun SÞ og undirstofnun félagsþjónustunnar í Noregi, sem í aðalatriðum gagnrýna sænsku leiðina fyrir að í kjölfar hennar hafi ofbeldi gegn vændisseljendum aukist og vændi færst meira undir yfirborðið. Vert er að benda á að það er á ábyrgð lögreglunnar að taka á undirheimastarfsemi og skipulagðri glæpastarfsemi með vændi og mansal. Klám- og vændisiðnaður blómstrar þegar vændiskaupendur geta gengið út frá því að ekki komist upp um þá. Vændismarkaðurinn veltir gífurlegum fjármunum en svo salan geti átt sér stað getur vændi aldrei verið svo hulið að kaupandinn finni það ekki. Ef það er nógu sýnilegt fyrir hann, þá er það nógu sýnilegt fyrir lögregluna. Þetta hafa Stígamót og aðrir fagaðilar ítrekað bent á og gagnrýnt lögregluyfirvöld fyrir að taka ekki á þessum lögbrotum sem viðgangast, og sýna málaflokknum áhugaleysi.Þá er það blekking að halda því fram að vændi verði hamið með því að lögleiða það, eða að vændiskaupendur fari allt í einu að koma betur fram við vændisseljendur ef vændiskaup verða lögleg. Sláandi er hversu fyrirferðarlítil umfjöllun ákveðinna fjölmiðla um útbreitt ofbeldi vændiskúnna gegn fólki í vændi er, en það atriði er þó fyrirferðarmikið í þeim skýrslum sem fjölmiðlarnir hafa byggt umfjöllun sína á. Femínistafélagið lítur svo á að ofbeldi og valdbeiting þeirra sem brjóta lög og kaupa aðrar manneskjur sé talsvert stærra vandamál en að hér séu lög sem banna fólki að kaupa vændi.Kynjamisrétti byggir á aldagömlum venjum og við þurfum að vinna hörðum höndum til að skapa samfélag þar sem kynin geta verið jöfn. Jafnréttissamfélag getur aldrei samþykkt sölu á líkama kvenna og slíkt á aldrei að teljast eðlilegt. Sænska leiðin var skref í rétta átt og íslenskt samfélag má vera stolt af því. En lagabókstafurinn er lítils virði einn og sér ef lögum er ekki framfylgt, og enn er langt í land. Femínistafélagið harmar hversu lítið hefur reynt á þessi lög hér á landi en það er ljóst að þeim hefur ekki verið framfylgt. Eftirfylgni lögreglunnar er verulega ábótavant og brýn þörf er á auknum mannskap og sérstakri deild sem sérhæfir sig í þessum málum innan hennar.Femínistafélagið fagnar því að stjórnvöld hafa heitið því að beita sér með auknum krafti í baráttunni við vændi og mansal og óskar þess að þau standi við það. Ekki má gleyma að hluti af því er að setja aukinn kraft í rannsóknir á vændismarkaðnum hér á landi, svo hægt sé að bregðast sem best við íslenskum raunveruleika.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira