Sænska leiðin ýtir undir mansal Karen Kjartansdóttir skrifar 12. ágúst 2012 19:00 Sænska leiðin hefur orðið til þess að enn erfiðara er að koma fórnarlömbum mansals til bjargar og jafnvel ýtt undir það. Þetta segir Pye Jakobsson, stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi í Svíþjóð. Hún segir að með því að gera kaupendur vændis að glæpamönnum sé komið í veg fyrir að hægt sé að hægt sé að tilkynna mansal. Slíkar tilkynningar komi annars aðallega frá vændiskaupendum. Fullyrt er að vændi í Noregi sé bæði orðið skipulagðara og alvarlegra eftir að lög sem banna kaup á vændi tóku þar gildi fyrir þremur árum, en lagasetningin er oft nefnd sænska leiðin. Þetta sýnir ný rannsókn félagsmálastofna í Noregi. Sambærileg lög eru í gildi á Íslandi. Dómsmálayfirvöld í Noregi hafa boðað endurmat á löggjöfinni og telja að hún hafi beinlínis ýtt undir mansal. Pye Jakobsson, stofnandi hagmunasamtaka fólks sem starfar við vændi í Svíþjóð og Finnlandi, sem kom hingað til lands til að taka þátt í Gleðigöngunni, varar eindregið við sænsku leiðinni. „Leggjum siðferðið til hliðar. Það verður að tala við fólkið sem vinnur í kynlífsiðnaðinum því það hefur hugmyndir um hvað er hægt að gera. Og með því að gera viðskiptavini vændisfólks að glæpamönnum missum við helstu uppsprettu upplýsinga. Það var gerð rannsókn á ábendingalínu í Tyrklandi þar sem hægt var að tilkynna um mansal. Rannsóknin tók heilt ár. Meira en 80% þeirra sem hringdu inn voru viðskiptavinir. Því það eru þeir sem hitta þessar konur, karla og transfólk. Glæpavæðingin tekur burt tækifærið til að fá svona upplýsingar," segir Pye. Henni þykir auk þess brýnt að vinna gegn því sem hún kallar staðalímynd um hina kúguðu vændiskonu. „Hin staðlaða ímynd af þeim sem vinna við kynlífsþjónustu er svo sterk að þótt vændiskona segi: Ég hafði nokkra kosti og þetta er sú ákvörðun sem ég tók. Þá er sagt: Nei, það getur ekki verið satt. Hún hlýtur alltaf að vera fórnarlamb. Hún hefur verið neydd út í þetta." „Það er mikilvægt að við gefum okkur tíma til að hlusta á sögu hvers einstaklings. Er vændi alltaf besti kosturinn, eða góður kostur? Nei, kannski ekki, en kannski er það kosturinn sem viðkomandi taldi bestan á þeim tíma." Pye starfaði áður við vændi en vinnur nú að því að bæta réttarstöðu vændisfólks í Svíþjóð og Finnlandi auk þess sem hún er verkefnastjóri hjá HIV-samtökunum í Svíþjóð þar sem hún vinnur að forvörnum meðal fólks sem stundar vændi. Hún segir að mikilvægasta verkefni sitt sé að draga úr fordómum gegn fólki í vændi. „Vændisfólki er mismunað, sumir missa íbúðina sína vegna vændisins, börnin eru tekin af sumum og sumum er neitað um eiturlyfjameðferð nema þeir hætti að vinna við vændi. Ég vinn líka mikið á alþjóðavettvangi. Margir vita það ekki, en samtök vændisfólks er mjög stór alþjóðleg hreyfing. Það eru samtök vændisfólks í mörgum löndum, þó ekki á Íslandi." Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Sænska leiðin hefur orðið til þess að enn erfiðara er að koma fórnarlömbum mansals til bjargar og jafnvel ýtt undir það. Þetta segir Pye Jakobsson, stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi í Svíþjóð. Hún segir að með því að gera kaupendur vændis að glæpamönnum sé komið í veg fyrir að hægt sé að hægt sé að tilkynna mansal. Slíkar tilkynningar komi annars aðallega frá vændiskaupendum. Fullyrt er að vændi í Noregi sé bæði orðið skipulagðara og alvarlegra eftir að lög sem banna kaup á vændi tóku þar gildi fyrir þremur árum, en lagasetningin er oft nefnd sænska leiðin. Þetta sýnir ný rannsókn félagsmálastofna í Noregi. Sambærileg lög eru í gildi á Íslandi. Dómsmálayfirvöld í Noregi hafa boðað endurmat á löggjöfinni og telja að hún hafi beinlínis ýtt undir mansal. Pye Jakobsson, stofnandi hagmunasamtaka fólks sem starfar við vændi í Svíþjóð og Finnlandi, sem kom hingað til lands til að taka þátt í Gleðigöngunni, varar eindregið við sænsku leiðinni. „Leggjum siðferðið til hliðar. Það verður að tala við fólkið sem vinnur í kynlífsiðnaðinum því það hefur hugmyndir um hvað er hægt að gera. Og með því að gera viðskiptavini vændisfólks að glæpamönnum missum við helstu uppsprettu upplýsinga. Það var gerð rannsókn á ábendingalínu í Tyrklandi þar sem hægt var að tilkynna um mansal. Rannsóknin tók heilt ár. Meira en 80% þeirra sem hringdu inn voru viðskiptavinir. Því það eru þeir sem hitta þessar konur, karla og transfólk. Glæpavæðingin tekur burt tækifærið til að fá svona upplýsingar," segir Pye. Henni þykir auk þess brýnt að vinna gegn því sem hún kallar staðalímynd um hina kúguðu vændiskonu. „Hin staðlaða ímynd af þeim sem vinna við kynlífsþjónustu er svo sterk að þótt vændiskona segi: Ég hafði nokkra kosti og þetta er sú ákvörðun sem ég tók. Þá er sagt: Nei, það getur ekki verið satt. Hún hlýtur alltaf að vera fórnarlamb. Hún hefur verið neydd út í þetta." „Það er mikilvægt að við gefum okkur tíma til að hlusta á sögu hvers einstaklings. Er vændi alltaf besti kosturinn, eða góður kostur? Nei, kannski ekki, en kannski er það kosturinn sem viðkomandi taldi bestan á þeim tíma." Pye starfaði áður við vændi en vinnur nú að því að bæta réttarstöðu vændisfólks í Svíþjóð og Finnlandi auk þess sem hún er verkefnastjóri hjá HIV-samtökunum í Svíþjóð þar sem hún vinnur að forvörnum meðal fólks sem stundar vændi. Hún segir að mikilvægasta verkefni sitt sé að draga úr fordómum gegn fólki í vændi. „Vændisfólki er mismunað, sumir missa íbúðina sína vegna vændisins, börnin eru tekin af sumum og sumum er neitað um eiturlyfjameðferð nema þeir hætti að vinna við vændi. Ég vinn líka mikið á alþjóðavettvangi. Margir vita það ekki, en samtök vændisfólks er mjög stór alþjóðleg hreyfing. Það eru samtök vændisfólks í mörgum löndum, þó ekki á Íslandi."
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira