Sænska leiðin ýtir undir mansal Karen Kjartansdóttir skrifar 12. ágúst 2012 19:00 Sænska leiðin hefur orðið til þess að enn erfiðara er að koma fórnarlömbum mansals til bjargar og jafnvel ýtt undir það. Þetta segir Pye Jakobsson, stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi í Svíþjóð. Hún segir að með því að gera kaupendur vændis að glæpamönnum sé komið í veg fyrir að hægt sé að hægt sé að tilkynna mansal. Slíkar tilkynningar komi annars aðallega frá vændiskaupendum. Fullyrt er að vændi í Noregi sé bæði orðið skipulagðara og alvarlegra eftir að lög sem banna kaup á vændi tóku þar gildi fyrir þremur árum, en lagasetningin er oft nefnd sænska leiðin. Þetta sýnir ný rannsókn félagsmálastofna í Noregi. Sambærileg lög eru í gildi á Íslandi. Dómsmálayfirvöld í Noregi hafa boðað endurmat á löggjöfinni og telja að hún hafi beinlínis ýtt undir mansal. Pye Jakobsson, stofnandi hagmunasamtaka fólks sem starfar við vændi í Svíþjóð og Finnlandi, sem kom hingað til lands til að taka þátt í Gleðigöngunni, varar eindregið við sænsku leiðinni. „Leggjum siðferðið til hliðar. Það verður að tala við fólkið sem vinnur í kynlífsiðnaðinum því það hefur hugmyndir um hvað er hægt að gera. Og með því að gera viðskiptavini vændisfólks að glæpamönnum missum við helstu uppsprettu upplýsinga. Það var gerð rannsókn á ábendingalínu í Tyrklandi þar sem hægt var að tilkynna um mansal. Rannsóknin tók heilt ár. Meira en 80% þeirra sem hringdu inn voru viðskiptavinir. Því það eru þeir sem hitta þessar konur, karla og transfólk. Glæpavæðingin tekur burt tækifærið til að fá svona upplýsingar," segir Pye. Henni þykir auk þess brýnt að vinna gegn því sem hún kallar staðalímynd um hina kúguðu vændiskonu. „Hin staðlaða ímynd af þeim sem vinna við kynlífsþjónustu er svo sterk að þótt vændiskona segi: Ég hafði nokkra kosti og þetta er sú ákvörðun sem ég tók. Þá er sagt: Nei, það getur ekki verið satt. Hún hlýtur alltaf að vera fórnarlamb. Hún hefur verið neydd út í þetta." „Það er mikilvægt að við gefum okkur tíma til að hlusta á sögu hvers einstaklings. Er vændi alltaf besti kosturinn, eða góður kostur? Nei, kannski ekki, en kannski er það kosturinn sem viðkomandi taldi bestan á þeim tíma." Pye starfaði áður við vændi en vinnur nú að því að bæta réttarstöðu vændisfólks í Svíþjóð og Finnlandi auk þess sem hún er verkefnastjóri hjá HIV-samtökunum í Svíþjóð þar sem hún vinnur að forvörnum meðal fólks sem stundar vændi. Hún segir að mikilvægasta verkefni sitt sé að draga úr fordómum gegn fólki í vændi. „Vændisfólki er mismunað, sumir missa íbúðina sína vegna vændisins, börnin eru tekin af sumum og sumum er neitað um eiturlyfjameðferð nema þeir hætti að vinna við vændi. Ég vinn líka mikið á alþjóðavettvangi. Margir vita það ekki, en samtök vændisfólks er mjög stór alþjóðleg hreyfing. Það eru samtök vændisfólks í mörgum löndum, þó ekki á Íslandi." Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Sænska leiðin hefur orðið til þess að enn erfiðara er að koma fórnarlömbum mansals til bjargar og jafnvel ýtt undir það. Þetta segir Pye Jakobsson, stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi í Svíþjóð. Hún segir að með því að gera kaupendur vændis að glæpamönnum sé komið í veg fyrir að hægt sé að hægt sé að tilkynna mansal. Slíkar tilkynningar komi annars aðallega frá vændiskaupendum. Fullyrt er að vændi í Noregi sé bæði orðið skipulagðara og alvarlegra eftir að lög sem banna kaup á vændi tóku þar gildi fyrir þremur árum, en lagasetningin er oft nefnd sænska leiðin. Þetta sýnir ný rannsókn félagsmálastofna í Noregi. Sambærileg lög eru í gildi á Íslandi. Dómsmálayfirvöld í Noregi hafa boðað endurmat á löggjöfinni og telja að hún hafi beinlínis ýtt undir mansal. Pye Jakobsson, stofnandi hagmunasamtaka fólks sem starfar við vændi í Svíþjóð og Finnlandi, sem kom hingað til lands til að taka þátt í Gleðigöngunni, varar eindregið við sænsku leiðinni. „Leggjum siðferðið til hliðar. Það verður að tala við fólkið sem vinnur í kynlífsiðnaðinum því það hefur hugmyndir um hvað er hægt að gera. Og með því að gera viðskiptavini vændisfólks að glæpamönnum missum við helstu uppsprettu upplýsinga. Það var gerð rannsókn á ábendingalínu í Tyrklandi þar sem hægt var að tilkynna um mansal. Rannsóknin tók heilt ár. Meira en 80% þeirra sem hringdu inn voru viðskiptavinir. Því það eru þeir sem hitta þessar konur, karla og transfólk. Glæpavæðingin tekur burt tækifærið til að fá svona upplýsingar," segir Pye. Henni þykir auk þess brýnt að vinna gegn því sem hún kallar staðalímynd um hina kúguðu vændiskonu. „Hin staðlaða ímynd af þeim sem vinna við kynlífsþjónustu er svo sterk að þótt vændiskona segi: Ég hafði nokkra kosti og þetta er sú ákvörðun sem ég tók. Þá er sagt: Nei, það getur ekki verið satt. Hún hlýtur alltaf að vera fórnarlamb. Hún hefur verið neydd út í þetta." „Það er mikilvægt að við gefum okkur tíma til að hlusta á sögu hvers einstaklings. Er vændi alltaf besti kosturinn, eða góður kostur? Nei, kannski ekki, en kannski er það kosturinn sem viðkomandi taldi bestan á þeim tíma." Pye starfaði áður við vændi en vinnur nú að því að bæta réttarstöðu vændisfólks í Svíþjóð og Finnlandi auk þess sem hún er verkefnastjóri hjá HIV-samtökunum í Svíþjóð þar sem hún vinnur að forvörnum meðal fólks sem stundar vændi. Hún segir að mikilvægasta verkefni sitt sé að draga úr fordómum gegn fólki í vændi. „Vændisfólki er mismunað, sumir missa íbúðina sína vegna vændisins, börnin eru tekin af sumum og sumum er neitað um eiturlyfjameðferð nema þeir hætti að vinna við vændi. Ég vinn líka mikið á alþjóðavettvangi. Margir vita það ekki, en samtök vændisfólks er mjög stór alþjóðleg hreyfing. Það eru samtök vændisfólks í mörgum löndum, þó ekki á Íslandi."
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira