Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Kristján Már Unnarsson skrifar 22. október 2012 11:47 Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi. Þar er hún, inn undir Drangajökli, með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. „Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. Hún sagði ræktunarstarf þarna ganga ótrúlega vel, sérstaklega eftir að tók að hlýna á Íslandi, en áður fyrr hafi þetta oft verið óttalegt basl. Hún kveðst vera safnari og ala flest upp af fræjum sem hún hafi fengið og sáð sjálf. Í garðinum er hún með eplatré og hafði einnig appelsínutré úti í sumar en óttast að það lifi ekki af veturinn. Í dalnum búa þrjár kynslóðir saman. Sonur Ásu, Þórður Halldórsson, býr á næsta bæ, Laugarholti, ásamt konu sinni, Dagrúnu Magnúsdóttur, og börnum þeirra, Sunnevu Guðrúnu, 14 ára, og Halldóri Kára, 12 ára. Bæjarnöfnin eru dregin af laugum í dalnum en heita vatnið nýtist til að kynda húsin og í einkasundlaug. Þarna var einnig rekin garðyrkjustöð frá 1960 til 1983 þar sem tómatar og gúrkur voru ræktaðar. Sauðkindin hefur alla tíð hefur verið grundvöllur búsetunnar en þau eru með 230 kindur á fóðrum í vetur, og segir Þórður að kindurnar séu akkerið. Á bænum eru líka hestar sem draga björg í bú á sumrin. Þau eru með fyrirtækið Svaðilfara sem býður níu daga hestaferðir umhverfis Drangajökul en það eru mest þýskumælandi ferðamenn sem kaupa ferðirnir. Þau annast líka póstdreifingu í Djúpinu og hafa tekið að sér skólaaksturinn og það eru engar smáræðisferðir. Hvern einasta skóladag, um sjöleytið á morgnana, leggur húsmóðirin af stað með börnin tvö, hún ekur fyrst eftir gömlum malarvegi í næstum hálftíma, en á sama tíma leggur önnur móðir af stað með 9 ára son sinn, Kristján Rafn Jóhönnuson, frá bænum Svansvík við Reykjanes. Mæðurnar hittast á gatnamótunum í Langadal í botni Ísafjarðardjúps og þaðan ekur Dagrún með barnahópinn yfir hina 440 metra háu Steingrímsfjarðarheiði til Hólmavíkur. Þegar loks er rennt upp að skólanum eru börnin búin að sitja í klukkustund í bíl, og að skóla loknum bíður þeirra annar eins akstur heim aftur. Börnin þrjú úr Djúpinu verja því tveimur klukkustundum á dag í skólaakstri, ef færðin er góð. Foreldrar barnanna úr Djúpinu eru þó sammála um að þessi mikli akstur yfir fjallveg sé þrátt fyrir allt skásta lausnin og í fyrra hóf Dagrún að kenna við skólann á Hólmavík og sú vinna hentar henni vel með skólaakstrinum. Í lok þáttarins kom fram að amma Ása stefnir að því að gefa út fyrstu ljóðabókina sína fyrir jól og þegar við báðum hana um að gefa okkur smá sýnishorn sagði hún frá blómlauk, Keisarakrónu, sem hún setti niður við húsvegginn fyrir hálfri öld en það var ekki fyrr en hún kom heim úr bændaferð í fyrra frá Sviss sem hún sá hana blómstra í fyrsta sinn. Af því tilefni samdi Ása ljóð til blómsins sem hún flutti í þættinum. Garðyrkja Strandabyggð Um land allt Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi. Þar er hún, inn undir Drangajökli, með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. „Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. Hún sagði ræktunarstarf þarna ganga ótrúlega vel, sérstaklega eftir að tók að hlýna á Íslandi, en áður fyrr hafi þetta oft verið óttalegt basl. Hún kveðst vera safnari og ala flest upp af fræjum sem hún hafi fengið og sáð sjálf. Í garðinum er hún með eplatré og hafði einnig appelsínutré úti í sumar en óttast að það lifi ekki af veturinn. Í dalnum búa þrjár kynslóðir saman. Sonur Ásu, Þórður Halldórsson, býr á næsta bæ, Laugarholti, ásamt konu sinni, Dagrúnu Magnúsdóttur, og börnum þeirra, Sunnevu Guðrúnu, 14 ára, og Halldóri Kára, 12 ára. Bæjarnöfnin eru dregin af laugum í dalnum en heita vatnið nýtist til að kynda húsin og í einkasundlaug. Þarna var einnig rekin garðyrkjustöð frá 1960 til 1983 þar sem tómatar og gúrkur voru ræktaðar. Sauðkindin hefur alla tíð hefur verið grundvöllur búsetunnar en þau eru með 230 kindur á fóðrum í vetur, og segir Þórður að kindurnar séu akkerið. Á bænum eru líka hestar sem draga björg í bú á sumrin. Þau eru með fyrirtækið Svaðilfara sem býður níu daga hestaferðir umhverfis Drangajökul en það eru mest þýskumælandi ferðamenn sem kaupa ferðirnir. Þau annast líka póstdreifingu í Djúpinu og hafa tekið að sér skólaaksturinn og það eru engar smáræðisferðir. Hvern einasta skóladag, um sjöleytið á morgnana, leggur húsmóðirin af stað með börnin tvö, hún ekur fyrst eftir gömlum malarvegi í næstum hálftíma, en á sama tíma leggur önnur móðir af stað með 9 ára son sinn, Kristján Rafn Jóhönnuson, frá bænum Svansvík við Reykjanes. Mæðurnar hittast á gatnamótunum í Langadal í botni Ísafjarðardjúps og þaðan ekur Dagrún með barnahópinn yfir hina 440 metra háu Steingrímsfjarðarheiði til Hólmavíkur. Þegar loks er rennt upp að skólanum eru börnin búin að sitja í klukkustund í bíl, og að skóla loknum bíður þeirra annar eins akstur heim aftur. Börnin þrjú úr Djúpinu verja því tveimur klukkustundum á dag í skólaakstri, ef færðin er góð. Foreldrar barnanna úr Djúpinu eru þó sammála um að þessi mikli akstur yfir fjallveg sé þrátt fyrir allt skásta lausnin og í fyrra hóf Dagrún að kenna við skólann á Hólmavík og sú vinna hentar henni vel með skólaakstrinum. Í lok þáttarins kom fram að amma Ása stefnir að því að gefa út fyrstu ljóðabókina sína fyrir jól og þegar við báðum hana um að gefa okkur smá sýnishorn sagði hún frá blómlauk, Keisarakrónu, sem hún setti niður við húsvegginn fyrir hálfri öld en það var ekki fyrr en hún kom heim úr bændaferð í fyrra frá Sviss sem hún sá hana blómstra í fyrsta sinn. Af því tilefni samdi Ása ljóð til blómsins sem hún flutti í þættinum.
Garðyrkja Strandabyggð Um land allt Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent