Enski boltinn

Ba gæti farið fyrir sjö milljónir punda í janúar

Ba skorar hér gegn Everton.
Ba skorar hér gegn Everton.
Newcastle á það á hættu að missa markaskorarann Demba Ba fyrir litlar 7 milljónir punda í janúarglugganum. Það staðfestir Alan Pardew, stjóri Newcastle. Það eru aðeins smáaurar fyrir mann sem raðar inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni.

Talið var að klausan í samningi Ba sem leyfir honum að fara fyrir þessa litlu upphæð væri ekki lengur í gildi en Pardew staðfestir að hún nái fram yfir janúargluggann.

"Þessi klausa gerir okkur erfitt fyrir," sagði Pardew en illa hefur gengið að semja við leikmanninn upp á nýtt.

Ba hefur þess utan mátt sætta sig við að byrja á bekknum í síðustu leikjum og er talið að það tengist deilunni á milli hans og félagsins. Ba fór ekki með liðinu til Portúgal þar sem það spilar í Evrópudeildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×