Fótbolti

Vissi ekki að hann var með sprengju í höndunum

Afar sérkennileg uppákoma átti sér stað í asísku meistaradeildinni þegar Sepahan FC og Al-Ahli mættust.

Einn leikmaður Sepahan tekur þá upp aðskotahlut á vellinum í sakleysi sínu á meðan leikurinn er ekki í gangi.

Hann kastar aðskotahlutnum til hliðar sem í kjölfarið springur. Eðlilega bregður öllum mikið og ekki síst þeim er kastaði enda hefði sprengjan allt eins getað sprungið í höndunum á honum.

Þetta atvik má sjá á myndbandinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×