Enski boltinn

Carroll missir af landsleikjum Englendinga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll meiddist í leik með West Ham í gær.
Andy Carroll meiddist í leik með West Ham í gær. Mynd/Nordic Photos/Getty
Andy Carroll, lánsmaður frá Liverpool, byrjaði vel í fyrsta leiknum með West Ham í gær og átti mikinn þátt í að liðið komst í 3-0 í fyrri hálfleik á móti Fulham. Leikurinn endaði með 3-0 sigri West Ham en þó ekki áður en að Carroll hafði haltrað meiddur af velli.

Carroll tognaði aftan í læri og Sam Allardyce, stjóri West Ham, talaði um það eftir leikinn að framherjinn stóri og stæðilegi myndi líklega missa af landsleikjum Englendinga. Enska sambandið staðfesti þetta í gærkvöldi en nýr maður verður ekki kallaður inn í liðið fyrr en eftir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Varnarmenn Fulham réðu ekkert við Carroll í gær og fjarvera hans er áfall fyrir landsliðsþjálfarann Roy Hodgson sem hefur mikla trú á framherjanum sem ekki var pláss fyrir hjá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×