Enski boltinn

Draumamark Ben Arfa tryggði Newcastle stig

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordic Photos/Getty
Newcastle og Aston Villa gerðu 1-1 jafntefli í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Ciaran Clark kom Villa yfir á 22. mínútu en liðið hafði ekki hlotið stig í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Liðsmenn Paul Lambert ætluðu að selja sig dýrt og leiddu í hálfleik.

Þeir urðu þó að sætta sig við eitt stig því Hatim Ben Arfa skoraði eitt af mörkum ársins á 60. mínútu. Þá fékk hann boltann utan teigs og lét vaða á markið með hægri. Boltinn söng efst í markhorninu, óverjandi fyrir Brad Guzan í marki Villa.

Newcastle hefur fjögur stig að loknum þremur leikjum en Aston Villa er í botnbaráttu deildarinnar. Liðið hefur eitt stig ásamt fjórum öðrum liðum en Southampton er eitt liða stigalaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×