Enski boltinn

Van Persie sá um Southampton

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordic Photos/Getty
Hollendingurinn Robin van Persie bjargaði andlitinu og þremur stigum fyrir Manchester United þegar liðið sótti Southampton heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Rickie Lambert kom heimamönnum í Southampton yfir á 16. mínútu þegar hann skallaði knöttin í netið af stuttu færi. Hollendingurinn jafnaði metin fyrir United nokkrum mínútum síðar og staðan í hálfleik jöfn.

Heimamenn voru síst lakari aðilinn í leiknum og komust yfir á nýjan leik. Morgan Schneiderlin skoraði þá með skalla af stuttu færi eftir mistök hjá Patrice Evra í vörn United.

Heimamenn fengu kjörið tækifæri á 69. mínútu til að jafna metin. United fékk þá vítaspyrnu og Van Persie steig á punktinn. Hann reyndi að vippa boltanum í markið en Kelvin Davis, markvörður Southampton, sá við honum.

Það var þó nægur tími fyrir Van Persie að bjarga andlitinu. Hann jafnaði metin á 87. mínútu eftir að Rio Ferdinand skallaði í stöngina. Hollendingurinn setti boltann í netið af stuttu færi og United-menn komnir með blóð á tennurnar.

Á lokamínútunni skoraði Van Persie svo þriðja mark sitt með skalla eftir hornspyrnu og tryggði gestunum öll þrjú stigin. Fögnuður gestanna mikill en vonbrigðin sömuleiðis mikil fyrir liðsmenn Southampton sem töpuðu einnig 3-2 gegn Manchester City á dögunum.

United er með sex stig að loknum þremur umferðum. Southampton er enn stigalaust á botni deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×