Grunaðir um smygl til Íslands í áraraðir 28. september 2012 08:00 Vandlega falið Hluti amfetamínsins var vel falinn undir sætum bíls sem einn hinna grunuðu ók til Danmerkur í ágúst.Mynd/danska lögreglan „Þetta er eitt stærsta mál sem við höfum unnið að," segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um mál átta Íslendinga og fjögurra annarra sem nú sitja inni í Kaupmannahöfn og Noregi. Mennirnir eru taldir hafa stýrt fíkniefnasmygli um alla Evrópu, meðal annars til Íslands, í áraraðir. Að því er fram kemur í tilkynningu frá dönsku lögreglunni í gær voru þeir handteknir á löngu tímabili, sá fyrsti í ágúst og þeir síðustu á mánudaginn. Í fórum nokkurra þeirra fundust samtals 34 kíló af amfetamíni og 600 grömm af e-töflum. „Aðgerðirnar eru byggðar á íslenskri rannsókn sem hófst fyrir rúmlega ári," segir Karl Steinar. „Forræðið var hjá okkur í upphafi en færðist síðan yfir til Dananna í maí þegar ákveðið var að stoppa atburðarásina þar." Í tilkynningu dönsku lögreglunnar er haft eftir Steffen Thanning Steffensen, yfirmanni hjá lögreglunni, að þeim hafi fljótt orðið ljóst að höfuðpaurinn í málinu væri 38 ára gamall Íslendingur sem var búsettur á Spáni. Þar er átt við Guðmund Inga Þóroddsson, sem hlaut sjö og fimm ára fangelsisdóma fyrir fíkniefnasmygl hérlendis árin 2000 og 2002. Sjö aðrir Íslendingar eru í haldi, þar af einn í Noregi. Einn Íslendinganna hefur verið búsettur í Síle, en meðal hinna handteknu er einnig Sílebúi með franskan ríkisborgararétt. Þrír hinna handteknu eru Danir. „Við teljum að þessi hópur hafi verið mjög umfangsmikill í meðhöndlun fíkniefna, sölu þeirra og dreifingu í Evrópu á undanförnum árum, þar á meðal á Íslandi," segir Karl Steinar. „Á þessu stigi er það meðal þess sem er rannsakað hvert þessi tilteknu fíkniefni áttu að fara. Það er á ábyrgð Dananna að leiða það í ljós, en við vinnum með þeim í því eins og við getum." Amfetamínið sem fannst var mjög sterkt, að sögn Karls, og auðvelt hefði verið að drýgja það að minnsta kosti þrefalt fyrir götusölu. Þá hefði götuvirði þess verið rúmlega hálfur milljarður. Í sumar var Sverrir Þór Gunnarsson, kallaður Sveddi tönn, handtekinn í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann hafði lengi verið grunaður um að hafa staðið fyrir reglulegu og miklu smygli á fíkniefnum til Íslands. Með því og þessu nýja máli segist Karl Steinar telja að tekist hafi að loka tveimur af helstu smyglleiðunum til Íslands. „Við höfum einsett okkur að knésetja þá brotahópa sem við teljum að hafi unnið á Íslandi og það hafa verið ansi stór og þung skref stigin í því." stigur@frettabladid.is Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Þetta er eitt stærsta mál sem við höfum unnið að," segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um mál átta Íslendinga og fjögurra annarra sem nú sitja inni í Kaupmannahöfn og Noregi. Mennirnir eru taldir hafa stýrt fíkniefnasmygli um alla Evrópu, meðal annars til Íslands, í áraraðir. Að því er fram kemur í tilkynningu frá dönsku lögreglunni í gær voru þeir handteknir á löngu tímabili, sá fyrsti í ágúst og þeir síðustu á mánudaginn. Í fórum nokkurra þeirra fundust samtals 34 kíló af amfetamíni og 600 grömm af e-töflum. „Aðgerðirnar eru byggðar á íslenskri rannsókn sem hófst fyrir rúmlega ári," segir Karl Steinar. „Forræðið var hjá okkur í upphafi en færðist síðan yfir til Dananna í maí þegar ákveðið var að stoppa atburðarásina þar." Í tilkynningu dönsku lögreglunnar er haft eftir Steffen Thanning Steffensen, yfirmanni hjá lögreglunni, að þeim hafi fljótt orðið ljóst að höfuðpaurinn í málinu væri 38 ára gamall Íslendingur sem var búsettur á Spáni. Þar er átt við Guðmund Inga Þóroddsson, sem hlaut sjö og fimm ára fangelsisdóma fyrir fíkniefnasmygl hérlendis árin 2000 og 2002. Sjö aðrir Íslendingar eru í haldi, þar af einn í Noregi. Einn Íslendinganna hefur verið búsettur í Síle, en meðal hinna handteknu er einnig Sílebúi með franskan ríkisborgararétt. Þrír hinna handteknu eru Danir. „Við teljum að þessi hópur hafi verið mjög umfangsmikill í meðhöndlun fíkniefna, sölu þeirra og dreifingu í Evrópu á undanförnum árum, þar á meðal á Íslandi," segir Karl Steinar. „Á þessu stigi er það meðal þess sem er rannsakað hvert þessi tilteknu fíkniefni áttu að fara. Það er á ábyrgð Dananna að leiða það í ljós, en við vinnum með þeim í því eins og við getum." Amfetamínið sem fannst var mjög sterkt, að sögn Karls, og auðvelt hefði verið að drýgja það að minnsta kosti þrefalt fyrir götusölu. Þá hefði götuvirði þess verið rúmlega hálfur milljarður. Í sumar var Sverrir Þór Gunnarsson, kallaður Sveddi tönn, handtekinn í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann hafði lengi verið grunaður um að hafa staðið fyrir reglulegu og miklu smygli á fíkniefnum til Íslands. Með því og þessu nýja máli segist Karl Steinar telja að tekist hafi að loka tveimur af helstu smyglleiðunum til Íslands. „Við höfum einsett okkur að knésetja þá brotahópa sem við teljum að hafi unnið á Íslandi og það hafa verið ansi stór og þung skref stigin í því." stigur@frettabladid.is
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira