Höfðu ekki efni á að auglýsa og notuðu því samfélagsmiðla 13. mars 2012 21:00 Arnar Knútsson er einn af þremur framleiðendum spennumyndarinnar Svartur á leik sem hefur slegið rækilega í gegn. Fréttablaðið/Valli Framleiðendur spennumyndarinnar Svartur á leik, sem um 29 þúsund Íslendingar hafa séð á örskömmum tíma, notuðu mikið samfélagsmiðla á borð við Facebook til að auglýsa myndina. „Við höfðum ekki efni á að auglýsa og þess vegna þurftum við að grípa til þessara ráða og það tókst," segir Arnar Knútsson hjá Filmus, en hann er einn af þremur framleiðendum myndarinnar. Hinir eru þeir Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli Malmquist hjá Zik Zak. „Við treystum svolítið á afspurnina og umtalið. Aðalmarkaðssetningin okkar var að nota þessa samfélagsmiðla til að fá fólk til að tala um myndina. Við hvöttum til umtals í trausti þess að það yrði frekar jákvætt og það hefur tekist mjög vel. Það vita allir að ef þú ert með góða vöru þá mun hún seljast." Arnar er sannfærður um að slík markaðssetning sé komin til að vera. „Sérstaklega ef þú hefur mikla trú á vörunni og finnur rétta markhópinn. Ef ég sé mynd auglýsta í bíó getur það haft úrslitaáhrif hvort fólk sem ég þekki mælir með henni eða ekki." Svartur á leik hefur fengið afar góða dóma gagnrýnenda og fékk meðal annars fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, Fréttatímanum og í Morgunblaðinu. Myndin kostaði um 150 milljónir króna í framleiðslu og telur Arnar að mögulega hafi markaðssetningin sem þeir notuðu sparað nokkrar milljónir. Hann segir að munað hafi um það, enda tók myndin sjö ár í framleiðslu og oft á tíðum var erfitt að fjármagna hana. Á endanum hlaut Svartur á leik um 64 milljón króna styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands, auk þess sem tveir fjárfestar, þeir Andri Sveinsson og Heiðar Guðjónsson sigldu verkefninu í mark á endasprettinum. „Þeir höfðu trú á okkur og tóku sjensinn." Þær 150 milljónir sem myndin kostaði segir Arnar vera meðalverð á íslenska mynd. „En þetta telst ódýrt á evrópskan mælikvarða, hvað þá alþjóðlegan. Kostaði Contraband ekki um fjögur þúsund milljónir?," spyr hann og á við nýjustu mynd Baltasars Kormáks. Svartur á leik er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Arnar framleiðir. Hann er því nýliði í þessum bransa, rétt eins og leikstjórinn Óskar Þór Axelsson. „Ég er búinn að þekkja Óskar í tuttugu ár. Vonandi getum við unnið meira saman í framtíðinni ef við finnum hentug verkefni." freyr@frettabladid.is Tengdar fréttir Vill halda áfram að mynda íslenska tónlistarmenn Matthew Eisman myndaði hóp ungra íslenskra tónlistarmanna á Íslandi í janúar. Hann getur vel hugsað sér að endurtaka leikinn. 14. mars 2012 15:00 Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira
Framleiðendur spennumyndarinnar Svartur á leik, sem um 29 þúsund Íslendingar hafa séð á örskömmum tíma, notuðu mikið samfélagsmiðla á borð við Facebook til að auglýsa myndina. „Við höfðum ekki efni á að auglýsa og þess vegna þurftum við að grípa til þessara ráða og það tókst," segir Arnar Knútsson hjá Filmus, en hann er einn af þremur framleiðendum myndarinnar. Hinir eru þeir Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli Malmquist hjá Zik Zak. „Við treystum svolítið á afspurnina og umtalið. Aðalmarkaðssetningin okkar var að nota þessa samfélagsmiðla til að fá fólk til að tala um myndina. Við hvöttum til umtals í trausti þess að það yrði frekar jákvætt og það hefur tekist mjög vel. Það vita allir að ef þú ert með góða vöru þá mun hún seljast." Arnar er sannfærður um að slík markaðssetning sé komin til að vera. „Sérstaklega ef þú hefur mikla trú á vörunni og finnur rétta markhópinn. Ef ég sé mynd auglýsta í bíó getur það haft úrslitaáhrif hvort fólk sem ég þekki mælir með henni eða ekki." Svartur á leik hefur fengið afar góða dóma gagnrýnenda og fékk meðal annars fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, Fréttatímanum og í Morgunblaðinu. Myndin kostaði um 150 milljónir króna í framleiðslu og telur Arnar að mögulega hafi markaðssetningin sem þeir notuðu sparað nokkrar milljónir. Hann segir að munað hafi um það, enda tók myndin sjö ár í framleiðslu og oft á tíðum var erfitt að fjármagna hana. Á endanum hlaut Svartur á leik um 64 milljón króna styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands, auk þess sem tveir fjárfestar, þeir Andri Sveinsson og Heiðar Guðjónsson sigldu verkefninu í mark á endasprettinum. „Þeir höfðu trú á okkur og tóku sjensinn." Þær 150 milljónir sem myndin kostaði segir Arnar vera meðalverð á íslenska mynd. „En þetta telst ódýrt á evrópskan mælikvarða, hvað þá alþjóðlegan. Kostaði Contraband ekki um fjögur þúsund milljónir?," spyr hann og á við nýjustu mynd Baltasars Kormáks. Svartur á leik er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Arnar framleiðir. Hann er því nýliði í þessum bransa, rétt eins og leikstjórinn Óskar Þór Axelsson. „Ég er búinn að þekkja Óskar í tuttugu ár. Vonandi getum við unnið meira saman í framtíðinni ef við finnum hentug verkefni." freyr@frettabladid.is
Tengdar fréttir Vill halda áfram að mynda íslenska tónlistarmenn Matthew Eisman myndaði hóp ungra íslenskra tónlistarmanna á Íslandi í janúar. Hann getur vel hugsað sér að endurtaka leikinn. 14. mars 2012 15:00 Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira
Vill halda áfram að mynda íslenska tónlistarmenn Matthew Eisman myndaði hóp ungra íslenskra tónlistarmanna á Íslandi í janúar. Hann getur vel hugsað sér að endurtaka leikinn. 14. mars 2012 15:00