Höfðu ekki efni á að auglýsa og notuðu því samfélagsmiðla 13. mars 2012 21:00 Arnar Knútsson er einn af þremur framleiðendum spennumyndarinnar Svartur á leik sem hefur slegið rækilega í gegn. Fréttablaðið/Valli Framleiðendur spennumyndarinnar Svartur á leik, sem um 29 þúsund Íslendingar hafa séð á örskömmum tíma, notuðu mikið samfélagsmiðla á borð við Facebook til að auglýsa myndina. „Við höfðum ekki efni á að auglýsa og þess vegna þurftum við að grípa til þessara ráða og það tókst," segir Arnar Knútsson hjá Filmus, en hann er einn af þremur framleiðendum myndarinnar. Hinir eru þeir Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli Malmquist hjá Zik Zak. „Við treystum svolítið á afspurnina og umtalið. Aðalmarkaðssetningin okkar var að nota þessa samfélagsmiðla til að fá fólk til að tala um myndina. Við hvöttum til umtals í trausti þess að það yrði frekar jákvætt og það hefur tekist mjög vel. Það vita allir að ef þú ert með góða vöru þá mun hún seljast." Arnar er sannfærður um að slík markaðssetning sé komin til að vera. „Sérstaklega ef þú hefur mikla trú á vörunni og finnur rétta markhópinn. Ef ég sé mynd auglýsta í bíó getur það haft úrslitaáhrif hvort fólk sem ég þekki mælir með henni eða ekki." Svartur á leik hefur fengið afar góða dóma gagnrýnenda og fékk meðal annars fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, Fréttatímanum og í Morgunblaðinu. Myndin kostaði um 150 milljónir króna í framleiðslu og telur Arnar að mögulega hafi markaðssetningin sem þeir notuðu sparað nokkrar milljónir. Hann segir að munað hafi um það, enda tók myndin sjö ár í framleiðslu og oft á tíðum var erfitt að fjármagna hana. Á endanum hlaut Svartur á leik um 64 milljón króna styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands, auk þess sem tveir fjárfestar, þeir Andri Sveinsson og Heiðar Guðjónsson sigldu verkefninu í mark á endasprettinum. „Þeir höfðu trú á okkur og tóku sjensinn." Þær 150 milljónir sem myndin kostaði segir Arnar vera meðalverð á íslenska mynd. „En þetta telst ódýrt á evrópskan mælikvarða, hvað þá alþjóðlegan. Kostaði Contraband ekki um fjögur þúsund milljónir?," spyr hann og á við nýjustu mynd Baltasars Kormáks. Svartur á leik er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Arnar framleiðir. Hann er því nýliði í þessum bransa, rétt eins og leikstjórinn Óskar Þór Axelsson. „Ég er búinn að þekkja Óskar í tuttugu ár. Vonandi getum við unnið meira saman í framtíðinni ef við finnum hentug verkefni." freyr@frettabladid.is Tengdar fréttir Vill halda áfram að mynda íslenska tónlistarmenn Matthew Eisman myndaði hóp ungra íslenskra tónlistarmanna á Íslandi í janúar. Hann getur vel hugsað sér að endurtaka leikinn. 14. mars 2012 15:00 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Framleiðendur spennumyndarinnar Svartur á leik, sem um 29 þúsund Íslendingar hafa séð á örskömmum tíma, notuðu mikið samfélagsmiðla á borð við Facebook til að auglýsa myndina. „Við höfðum ekki efni á að auglýsa og þess vegna þurftum við að grípa til þessara ráða og það tókst," segir Arnar Knútsson hjá Filmus, en hann er einn af þremur framleiðendum myndarinnar. Hinir eru þeir Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli Malmquist hjá Zik Zak. „Við treystum svolítið á afspurnina og umtalið. Aðalmarkaðssetningin okkar var að nota þessa samfélagsmiðla til að fá fólk til að tala um myndina. Við hvöttum til umtals í trausti þess að það yrði frekar jákvætt og það hefur tekist mjög vel. Það vita allir að ef þú ert með góða vöru þá mun hún seljast." Arnar er sannfærður um að slík markaðssetning sé komin til að vera. „Sérstaklega ef þú hefur mikla trú á vörunni og finnur rétta markhópinn. Ef ég sé mynd auglýsta í bíó getur það haft úrslitaáhrif hvort fólk sem ég þekki mælir með henni eða ekki." Svartur á leik hefur fengið afar góða dóma gagnrýnenda og fékk meðal annars fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, Fréttatímanum og í Morgunblaðinu. Myndin kostaði um 150 milljónir króna í framleiðslu og telur Arnar að mögulega hafi markaðssetningin sem þeir notuðu sparað nokkrar milljónir. Hann segir að munað hafi um það, enda tók myndin sjö ár í framleiðslu og oft á tíðum var erfitt að fjármagna hana. Á endanum hlaut Svartur á leik um 64 milljón króna styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands, auk þess sem tveir fjárfestar, þeir Andri Sveinsson og Heiðar Guðjónsson sigldu verkefninu í mark á endasprettinum. „Þeir höfðu trú á okkur og tóku sjensinn." Þær 150 milljónir sem myndin kostaði segir Arnar vera meðalverð á íslenska mynd. „En þetta telst ódýrt á evrópskan mælikvarða, hvað þá alþjóðlegan. Kostaði Contraband ekki um fjögur þúsund milljónir?," spyr hann og á við nýjustu mynd Baltasars Kormáks. Svartur á leik er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Arnar framleiðir. Hann er því nýliði í þessum bransa, rétt eins og leikstjórinn Óskar Þór Axelsson. „Ég er búinn að þekkja Óskar í tuttugu ár. Vonandi getum við unnið meira saman í framtíðinni ef við finnum hentug verkefni." freyr@frettabladid.is
Tengdar fréttir Vill halda áfram að mynda íslenska tónlistarmenn Matthew Eisman myndaði hóp ungra íslenskra tónlistarmanna á Íslandi í janúar. Hann getur vel hugsað sér að endurtaka leikinn. 14. mars 2012 15:00 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Vill halda áfram að mynda íslenska tónlistarmenn Matthew Eisman myndaði hóp ungra íslenskra tónlistarmanna á Íslandi í janúar. Hann getur vel hugsað sér að endurtaka leikinn. 14. mars 2012 15:00