Vill halda áfram að mynda íslenska tónlistarmenn 14. mars 2012 15:00 Matthew Eisman tók fjöldann allan af andlitsmyndum hér á landi. Mynd/Matthew Eisman Matthew Eisman myndaði hóp ungra íslenskra tónlistarmanna á Íslandi í janúar. Hann getur vel hugsað sér að endurtaka leikinn. „Andrúmsloftið í myndatökunum var mjög skemmtilegt og óþvingað. Við spiluðum á hljóðfæri, borðuðum kex og fífluðumst hvert í öðru," segir bandaríski ljósmyndarinn Matthew Eisman. Hann segist vel geta hugsað sér að mynda fleiri íslenskar hljómsveitir eftir að hafa myndað nokkrar slíkar af yngri kynslóðinni hér á landi í janúar. „Það eru margir fleiri íslenskir tónlistarmenn sem mig langar að tengjast og ljósmynda í kjölfarið. Það væri frábært að geta haldið áfram með þetta verkefni," segir hann. Eisman sérhæfir sig í að mynda hljómsveitir og tónlistarmenn og hafa myndir hans birst í The New York Times, SPIN, Brooklyn Vegan og víðar. Hann starfrækir vefsíðuna Musicinfocus.net, sem er ein sú vinsælasta í New York fyrir tónlistarljósmyndir. Íslensku hljómsveitunum, þar á meðal Sykri, Jeff Who?, Valdimar, Borko og Mammút, kynntist hann á Iceland Airwaves í fyrra þegar hann var að mynda hátíðina. Í framhaldinu ákvað hann að kynnast þeim betur í von um að geta náð af þeim andlitsmyndum. „Ég er ánægður með hve íslenska tónlistarsenan er lítil og náin. Hljómsveitirnar forðast að herma hver eftir annarri og í staðinn vilja þær skapa eitthvað nýtt og öðruvísi. Þetta umhverfi býr líka til vinalega samkeppni sem hvetur hljómsveitirnar til að verða betri."Tónlistarmaðurinn Borko.Mynd/Matthew EismanAðspurður segir Eisman að myndatökurnar á Íslandi hafi gengið framar vonum. „Ég vildi hafa nóg fyrir stafni á meðan á stuttri dvöl minni á Íslandi stóð og vildi mynda eins mikið og ég gat. Ég hafði samband við allar hljómsveitirnar sem ég þekkti og vonaði það besta. Ég bjóst við að einhverjar myndu samþykkja að taka þátt og aðrar ekki en þær sögðu allar „já". Ég vissi að ég hefði úr nægum efnivið að moða og þannig fékk ég hugmyndina að þessari myndaröð," segir Eisman. freyr@frettabladid.is Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
Matthew Eisman myndaði hóp ungra íslenskra tónlistarmanna á Íslandi í janúar. Hann getur vel hugsað sér að endurtaka leikinn. „Andrúmsloftið í myndatökunum var mjög skemmtilegt og óþvingað. Við spiluðum á hljóðfæri, borðuðum kex og fífluðumst hvert í öðru," segir bandaríski ljósmyndarinn Matthew Eisman. Hann segist vel geta hugsað sér að mynda fleiri íslenskar hljómsveitir eftir að hafa myndað nokkrar slíkar af yngri kynslóðinni hér á landi í janúar. „Það eru margir fleiri íslenskir tónlistarmenn sem mig langar að tengjast og ljósmynda í kjölfarið. Það væri frábært að geta haldið áfram með þetta verkefni," segir hann. Eisman sérhæfir sig í að mynda hljómsveitir og tónlistarmenn og hafa myndir hans birst í The New York Times, SPIN, Brooklyn Vegan og víðar. Hann starfrækir vefsíðuna Musicinfocus.net, sem er ein sú vinsælasta í New York fyrir tónlistarljósmyndir. Íslensku hljómsveitunum, þar á meðal Sykri, Jeff Who?, Valdimar, Borko og Mammút, kynntist hann á Iceland Airwaves í fyrra þegar hann var að mynda hátíðina. Í framhaldinu ákvað hann að kynnast þeim betur í von um að geta náð af þeim andlitsmyndum. „Ég er ánægður með hve íslenska tónlistarsenan er lítil og náin. Hljómsveitirnar forðast að herma hver eftir annarri og í staðinn vilja þær skapa eitthvað nýtt og öðruvísi. Þetta umhverfi býr líka til vinalega samkeppni sem hvetur hljómsveitirnar til að verða betri."Tónlistarmaðurinn Borko.Mynd/Matthew EismanAðspurður segir Eisman að myndatökurnar á Íslandi hafi gengið framar vonum. „Ég vildi hafa nóg fyrir stafni á meðan á stuttri dvöl minni á Íslandi stóð og vildi mynda eins mikið og ég gat. Ég hafði samband við allar hljómsveitirnar sem ég þekkti og vonaði það besta. Ég bjóst við að einhverjar myndu samþykkja að taka þátt og aðrar ekki en þær sögðu allar „já". Ég vissi að ég hefði úr nægum efnivið að moða og þannig fékk ég hugmyndina að þessari myndaröð," segir Eisman. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira