Enski boltinn

Rhodri Giggs: Bróðir minn er frábær fótboltamaður en slæm manneskja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs.
Ryan Giggs. Mynd/Nordic Photos/Getty

Rhodri Giggs, yngri bróðir Ryan Giggs, leikmanns Manchester United, vandar bróður sínum ekki kveðjurnar í viðtali hjá The Sun en þar tjáir Rhodri sig um framhjáhald Ryan Giggs með eiginkonu Rhodri sem stóð yfir í átta ár.Málið kom upp í fyrrasumar þegar Natasha, kona Rhodri Giggs, sagði News of the World frá því að hún hafi haldið við Ryan Giggs í átta ár.„Ryan er frábær fótboltamaður en slæm manneskja. Hann er ormur, naðra og hugleysingi," sagði Rhodri Giggs og segir jafnframt frá því að Ryan hafi aldrei beðið hann afsökunnar.„Ég elska Natöshu og hún er eiginkonan mín. Ég ætla að reyna að bjarga sambandinu ef það er mögulegt. Ég á góða fjölskyldu og fallegt heimili. Ég tel að Ryan hafi notfært sér það hversu ung hún var," sagði Rhodri Giggs.Ryan Giggs borgaði Natöshu meira 5000 dollara til að fara í fóstureyðingu aðeins tveimur vikum áður en hún giftst yngri bróður hans. Ryan Giggs hefur verið giftur Stacey Cooke í fjögur ár og þau eiga tvö börn saman.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.