Rektor á Hólum um líkamsárás: Okkur er rosalega brugðið 14. mars 2012 12:08 Háskólinn á Hólum í Hjaltadal. „Okkur öllum er alveg rosalega brugðið því þetta er eitthvað sem við eigum ekki að venjast hérna," segir Skúli Skúlason, rektor í háskólanum á Hólum. Kona sem er nemandi við skólann var slegin ítrekað með hurðarhún í andlitið aðfaranótt sunnudagsins. Hún hlaut skurði í andliti og margar tennur brotnuðu og var flutt til Reykjavíkur með sjúkrabíl. Árásarmaðurinn hefur játað árásina en hann er ekki nemandi í skólanum og var einungis gestur á heimavistinni um helgina. Skúli segir að samfélagið á Hólum sé þétt og gott sem taki á vandamálum sameiginlega. „Þetta er alveg einstakur viðburður og okkar skyldur eru þær að halda utan um samfélagið hérna. Þegar svona lagað gerist hugsar maður um þann sem verður fyrir árásinni og passar upp á að hún nái sér. Nemendur hér í skólanum hafa staðið þétt við bakið á mér við að hlúa að stúlkunni," segir hann. Og næstu skref fyrir nemendur og starfsfólk segir Skúli að sé að vinna úr þessu saman. „Ég hef rætt við nemendur og starfsfólk síðustu daga. Þetta er á allra vörum og fólk er að vinna úr þessu. Við bjóðum upp á allan þann stuðning sem við getum veitt. Krakkarnir eru að hittast, tala saman og styðja við stúlkuna. Þetta var mjög alvarleg árás og hefði getað farið miklu verr," segir Skúli. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri rannsakar nú málið og segir Skúli að skólayfirvöld vinni í nánu samstarfi við lögreglumennina. „Við erum búin að veita þeim allar þær upplýsingar sem hægt er." Tengdar fréttir Kona barin ítrekað með áhaldi í háskólanum á Hólum Nemandi í háskólanum á Hólum var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykjavík á sunnudagsmorgun eftir alvarlega líkamsárás á nemendagörðum skólans. Nemandinn, sem er kona á þrítugsaldri, var barin ítrekað í andlitið með áhaldi en árásarmaðurinn hefur játað á sig verknaðinn. 13. mars 2012 11:23 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Okkur öllum er alveg rosalega brugðið því þetta er eitthvað sem við eigum ekki að venjast hérna," segir Skúli Skúlason, rektor í háskólanum á Hólum. Kona sem er nemandi við skólann var slegin ítrekað með hurðarhún í andlitið aðfaranótt sunnudagsins. Hún hlaut skurði í andliti og margar tennur brotnuðu og var flutt til Reykjavíkur með sjúkrabíl. Árásarmaðurinn hefur játað árásina en hann er ekki nemandi í skólanum og var einungis gestur á heimavistinni um helgina. Skúli segir að samfélagið á Hólum sé þétt og gott sem taki á vandamálum sameiginlega. „Þetta er alveg einstakur viðburður og okkar skyldur eru þær að halda utan um samfélagið hérna. Þegar svona lagað gerist hugsar maður um þann sem verður fyrir árásinni og passar upp á að hún nái sér. Nemendur hér í skólanum hafa staðið þétt við bakið á mér við að hlúa að stúlkunni," segir hann. Og næstu skref fyrir nemendur og starfsfólk segir Skúli að sé að vinna úr þessu saman. „Ég hef rætt við nemendur og starfsfólk síðustu daga. Þetta er á allra vörum og fólk er að vinna úr þessu. Við bjóðum upp á allan þann stuðning sem við getum veitt. Krakkarnir eru að hittast, tala saman og styðja við stúlkuna. Þetta var mjög alvarleg árás og hefði getað farið miklu verr," segir Skúli. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri rannsakar nú málið og segir Skúli að skólayfirvöld vinni í nánu samstarfi við lögreglumennina. „Við erum búin að veita þeim allar þær upplýsingar sem hægt er."
Tengdar fréttir Kona barin ítrekað með áhaldi í háskólanum á Hólum Nemandi í háskólanum á Hólum var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykjavík á sunnudagsmorgun eftir alvarlega líkamsárás á nemendagörðum skólans. Nemandinn, sem er kona á þrítugsaldri, var barin ítrekað í andlitið með áhaldi en árásarmaðurinn hefur játað á sig verknaðinn. 13. mars 2012 11:23 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Kona barin ítrekað með áhaldi í háskólanum á Hólum Nemandi í háskólanum á Hólum var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykjavík á sunnudagsmorgun eftir alvarlega líkamsárás á nemendagörðum skólans. Nemandinn, sem er kona á þrítugsaldri, var barin ítrekað í andlitið með áhaldi en árásarmaðurinn hefur játað á sig verknaðinn. 13. mars 2012 11:23