Rektor á Hólum um líkamsárás: Okkur er rosalega brugðið 14. mars 2012 12:08 Háskólinn á Hólum í Hjaltadal. „Okkur öllum er alveg rosalega brugðið því þetta er eitthvað sem við eigum ekki að venjast hérna," segir Skúli Skúlason, rektor í háskólanum á Hólum. Kona sem er nemandi við skólann var slegin ítrekað með hurðarhún í andlitið aðfaranótt sunnudagsins. Hún hlaut skurði í andliti og margar tennur brotnuðu og var flutt til Reykjavíkur með sjúkrabíl. Árásarmaðurinn hefur játað árásina en hann er ekki nemandi í skólanum og var einungis gestur á heimavistinni um helgina. Skúli segir að samfélagið á Hólum sé þétt og gott sem taki á vandamálum sameiginlega. „Þetta er alveg einstakur viðburður og okkar skyldur eru þær að halda utan um samfélagið hérna. Þegar svona lagað gerist hugsar maður um þann sem verður fyrir árásinni og passar upp á að hún nái sér. Nemendur hér í skólanum hafa staðið þétt við bakið á mér við að hlúa að stúlkunni," segir hann. Og næstu skref fyrir nemendur og starfsfólk segir Skúli að sé að vinna úr þessu saman. „Ég hef rætt við nemendur og starfsfólk síðustu daga. Þetta er á allra vörum og fólk er að vinna úr þessu. Við bjóðum upp á allan þann stuðning sem við getum veitt. Krakkarnir eru að hittast, tala saman og styðja við stúlkuna. Þetta var mjög alvarleg árás og hefði getað farið miklu verr," segir Skúli. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri rannsakar nú málið og segir Skúli að skólayfirvöld vinni í nánu samstarfi við lögreglumennina. „Við erum búin að veita þeim allar þær upplýsingar sem hægt er." Tengdar fréttir Kona barin ítrekað með áhaldi í háskólanum á Hólum Nemandi í háskólanum á Hólum var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykjavík á sunnudagsmorgun eftir alvarlega líkamsárás á nemendagörðum skólans. Nemandinn, sem er kona á þrítugsaldri, var barin ítrekað í andlitið með áhaldi en árásarmaðurinn hefur játað á sig verknaðinn. 13. mars 2012 11:23 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
„Okkur öllum er alveg rosalega brugðið því þetta er eitthvað sem við eigum ekki að venjast hérna," segir Skúli Skúlason, rektor í háskólanum á Hólum. Kona sem er nemandi við skólann var slegin ítrekað með hurðarhún í andlitið aðfaranótt sunnudagsins. Hún hlaut skurði í andliti og margar tennur brotnuðu og var flutt til Reykjavíkur með sjúkrabíl. Árásarmaðurinn hefur játað árásina en hann er ekki nemandi í skólanum og var einungis gestur á heimavistinni um helgina. Skúli segir að samfélagið á Hólum sé þétt og gott sem taki á vandamálum sameiginlega. „Þetta er alveg einstakur viðburður og okkar skyldur eru þær að halda utan um samfélagið hérna. Þegar svona lagað gerist hugsar maður um þann sem verður fyrir árásinni og passar upp á að hún nái sér. Nemendur hér í skólanum hafa staðið þétt við bakið á mér við að hlúa að stúlkunni," segir hann. Og næstu skref fyrir nemendur og starfsfólk segir Skúli að sé að vinna úr þessu saman. „Ég hef rætt við nemendur og starfsfólk síðustu daga. Þetta er á allra vörum og fólk er að vinna úr þessu. Við bjóðum upp á allan þann stuðning sem við getum veitt. Krakkarnir eru að hittast, tala saman og styðja við stúlkuna. Þetta var mjög alvarleg árás og hefði getað farið miklu verr," segir Skúli. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri rannsakar nú málið og segir Skúli að skólayfirvöld vinni í nánu samstarfi við lögreglumennina. „Við erum búin að veita þeim allar þær upplýsingar sem hægt er."
Tengdar fréttir Kona barin ítrekað með áhaldi í háskólanum á Hólum Nemandi í háskólanum á Hólum var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykjavík á sunnudagsmorgun eftir alvarlega líkamsárás á nemendagörðum skólans. Nemandinn, sem er kona á þrítugsaldri, var barin ítrekað í andlitið með áhaldi en árásarmaðurinn hefur játað á sig verknaðinn. 13. mars 2012 11:23 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Kona barin ítrekað með áhaldi í háskólanum á Hólum Nemandi í háskólanum á Hólum var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykjavík á sunnudagsmorgun eftir alvarlega líkamsárás á nemendagörðum skólans. Nemandinn, sem er kona á þrítugsaldri, var barin ítrekað í andlitið með áhaldi en árásarmaðurinn hefur játað á sig verknaðinn. 13. mars 2012 11:23