Gareth Bale var á skotskónum þegar Tottenham vann 4-0 útisigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Tottenham er í 4. sæti deildarinnar með betri markatölu en Everton og West Bromwich Albion.
Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður ellefu mínútum fyrir leikslok og lagði upp mark fimm mínútum síðar. Þetta er í annað skiptið í fimm deildarleikjum sem Gylfi kemur inn á hjá Tottenham og leggur upp mark
Tottenham skoraði öll mörkin sín í seinni hálfleiknum en leikurinn var markalaus fyrstu 57 mínúturnar. Jermain Defoe skoraði fyrsta markið á 58. mínútu eftir stoðsendingu frá Kyle Naughton og Gareth Bale bætti síðan við öðru marki þremur mínútum síðar.
Gareth Bale bætti síðan við tveimur mörkum, það fyrra kom á 73. mínútu eftir sendingu frá Aaron Lennon og Bale innsiglaði síðan þrennuna á 84. mínútu eftir stoðsendingu frá Gylfa.
Aston Villa hefur farið illa út úr jólunum því liðið tapaði 0-8 fyrir Chelsea á Þorláksmessu. Aston Villa er í 16. sæti en markatalan er orðin ansi döpur eftir -12 í síðustu tveimur leikjum liðsins.
Bale með þrennu - Gylfi lagði upp það síðasta
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið


Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti
Íslenski boltinn

Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn







Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti