Enski boltinn

Bebe lánaður til Portúgal

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bebe á æfingu hjá United á dögunum.
Bebe á æfingu hjá United á dögunum. Nordicphotos/Getty
Portúgalinn Bebe hefur verið lánaður frá Manchester United til Rio Ave í Portúgal.

„Ég er klár í slaginn og ánægður að klæðast treyju Rio Ave Fc. Ég mun gefa allt sem ég á," segir Bebe í viðtali á heimasíðu portúgalska félagsins.

Bebe, sem er 22 ára, var keyptur til United frá Guimaraes í ágúst 2010. Kaupverðið var 7,4 milljónir punda en þremur mánuðum fyrr stóð PSV Eindhoven til boða að fá hann á frjálsri sölu. Sir Alex Ferguson, stjóri United, viðurkenndi að hafa samþykkt kaupin á Bebe án þess að hafa séð hann spila.

Carlos Queiroz, þáverandi aðstoðarmaður Ferguson, mældi sérstaklega með kappanum. Umboðsmaður Bebe, Portúgalinn Jorge Mendez, er einnig umboðsmaður Queiroz og flestra þekktustu knattspyrnukappa Portúgals. Má þar nefna Cristiano Ronaldo, Nani, Ricardo Carvalho auk þjálfarans Jose Mourinho.

Bebe var í láni hjá tyrkneska félaginu Besiktas á síðustu leiktíð. Hann spilaði þó lítið vegna krossbandameiðsla. Hann segist þó vera kominn í gott stand

Rio Ave er í fimmta sæti í portúgölsku deildinni fjórtán stigum á eftir Sporting frá Lissabon sem er í toppsætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×