Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Umræða um sjálfsmark Evans

Alfreð Finnbogason var gestur Guðmundar Benediktssonar og Hjörvars Hafliðarsonar í Sunnudagsmessunni í gær. Þeir ræddu meðal annars furðulegt gengi Manchester United á leiktíðinni.

United vann dramatískan 4-3 sigur á Newcastle á Old Trafford í gær. Liðið lenti undir líkt og í átta leikjum af nítján í deildinni á þessu tímabili. Eins og svo oft áður sneru liðsmenn United við blaðinu og lönduðu stigunum þremur.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá umræðu þeirra félaga um leikinn gegn Newcastle. Þar er sérstaklega farið yfir umdeilt sjálfsmark Jonny Evans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×