Fótbolti

Bannið hjá Meireles stytt í fjóra leiki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Raul Meireles.
Raul Meireles. Nordicphotos/Getty
Tyrkneska knattspyrnusambandið staðfesti í gærkvöldi að leikbann miðjumannsins Raul Meireles hefði verið stytt úr ellefu leikjum í fjóra.

Portúgalinn 29 ára var sakaður um að hafa hrækt á dómara í leik Fenerbahce gegn Galatasaray í baráttunni um Istanbúl á dögunum. Meireles neitaði sök og áfrýjaði ellefu leikja banni sínu.

Á heimasíðu tyrkneska sambandsins kemur fram að aganefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að Meireles hefði ekki hrækt vísvitandi að dómara leiksins. Meireles gerði garðinn frægan á sínum tíma hjá Porto, CLiverpool og Chelsea.


Tengdar fréttir

Meireles í ellefu leikja bann

Portúgalski miðjumaðurinn Raul Meireles hefur verið settur í ellefu leikja bann af tyrkneska knattspyrnusambandinu fyrir að hrækja í átt að dómara í leik á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×