Enski boltinn

Tíu leikmenn City héldu út | Van Persie á skotskónum

Tíu leikmenn Man. City unnu dramatískan 3-4 sigur á Norwich í dag. Veitti liðinu ekki af sigrinum þar sem Man. Utd vann líka sinn leik. United með sjö stiga forskot á toppnum.

Í stöðunni 2-1 fyrir City var Samir Nasri rekinn af velli rétt fyrir hlé. Síðari hálfleikur var síðan afar líflegur en Norwich náði ekki að nýta sér liðsmuninn og City tók því öll stigin.

Robin van Persie kom inn á sem varamaður og innsiglaði sigur Man. Utd á WBA. Þetta var mark númer 62 í síðustu 75 úrvalsdeildarleikjum. Fyrra mark leiksins var slysalegt sjálfsmark eftir fyrirgjöf Ashley Young.

Annars voru skoruð fjögur sjálfsmörk í leikjum dagsins sem er metjöfnun í deildinni.

Úrslit:

Aston Villa-Wigan  0-3

0-1 Ivan Ramis (3.), 0-2 Emmerson Boyce (51.), 0-3 Arouna Kone (55.)

Fulham-Swansea  1-2

0-1 Danny Graham (19.), 0-2 Jonathan de Guzman (51.), 1-2 Bryan Ruiz (56.)

Man. Utd-WBA  2-0

1-0 Gareth McAuley, sjm (9.), 2-0 Robin van Persie (90.)

Norwich-Man. City  3-4

0-1 Edin Dzeko (2.), 0-2 Edin Dzeko (5.), 1-2 Anthony Pilkington (15.), 1-3 Sergio Aguero (50.), 2-3 Russell Martin (62.), 2-4 sjm (67.), 3-4 Russell Martin (74.)

Rautt spjald: Samir Nasri, Man. City (44.)

Reading-West Ham  1-0

1-0 Pavel Pogrebnyak (5.)

Stoke-Southampton  3-3

0-1 Rickie Lambert (10), 1-1 Kenwyne Jones (16.), 1-2 Jay Rodriguez (24.), 1-3 Andy Wilkinson, sjm (36.), 2-3 Matthew Upson (67.), 3-3 Cameron Jerome (89.).

Rautt spjald: Steven Nzonzi, Stoke (70.)

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×