Enski boltinn

Lið Arons og Heiðars á toppnum

Aron Einar fagnar með Cardiff.
Aron Einar fagnar með Cardiff.
Íslendingaliðið Cardiff City er enn á toppi ensku B-deildarinnar eftir 1-0 heimasigur á Millwall í dag.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff en fór af velli rétt fyrir hlé. Heiðar Helguson spilaði síðustu 13 mínútur leiksins fyrir Cardiff.

Björn Bergmann Sigurðarson var í liði Úlfanna og lék allan leikinn er liðið tapaði 2-0 á heimavelli gegn Ipswich. Wolves í sextánda sæti deildarinnar.

Kári Árnason var í byrjunarliði Rotherham sem valtaði yfir Accrington Stanley, 4-1, í ensku D-deildinni. Kári lék allan leikinn. Rotherham er í fimmta sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×