Eiður Smári virðist loksins vera búinn að finna eitthvað í líkingu við sitt gamla form eftir brottförina frá Barcelona 2009. Fyrr í dag fékk Eiður, sem er markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins frá upphafi, gleðifréttir en hann þarf ekki að taka út leikbann þrátt fyrir að hafa verið rekinn af velli í síðasta leik Cercle.
Hér fyrir neðan má sjá samantekt af tilþrifum Eiðs Smára. Samantekin er unnin af umboðsmannaskrifstofu kappans.