Sagan þegar örninn flaug með Ragnheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2012 18:58 Fornar sagnir um að ernir hafi rænt börnum á Íslandi hafa fengið byr undir báða vængi eftir að myndir eru sagðar hafa náðst af slíkum atburði í Kanada. Myndbandið er sagt tekið í almenningsgarði í Montreal og hefur vakið mikla athygli en það sýnir amerískan gullörn steypa sér niður og læsa klónum í ungabarn sem sat á grasflötinni nokkra metra frá föður sínum. Myndatökumaðurinn hljóp strax til, einnig pabbinn og barnið slapp grátandi úr klóm arnarins. Þegar myndbandið er skoðað betur sést hvernig örninn nær að lyfta barninu frá jörðinni og fljúga með það áður en hann missir takið og barnið fellur til jarðar. Þetta rifjar upp sagnir af slíkum atburðum hérlendis, eins og við bæinn Skarð á Skarðsströnd sumarið 1879. Svo vill til að árið 1942 birtist viðtal í Lesbók Morgunblaðsins við Ragnheiði Eyjólfsdóttur, sem þá var orðin 65 ára gömul, en örn var sagður hafa rænt henni tveggja ára gamalli. Ragnheiður hefur söguna eftir móður sinni, sem heyrði hræðsluóp dóttur sinnar þegar örninn hóf sig upp og flaug með hana í klónum hátt í loft upp. Fólk í heyskap á Skarðstúninu sá þetta gerast og allir þutu af stað, þeirra á meðal Bogi, sonur Kristjáns kammeráðs á Skarði, sem fór á eftir erninum ríðandi á hesti með stöng í hendi. "Og brátt kom í ljós, að örninn hafði hjer færst of mikið í fang. Jeg var stór eftir aldri, og reyndist fuglinum svo þung, að áður en hann var kominn að fjallinu, dapraðist honum flugið, svo hann flaug það lágt, að Bogi komst á reiðskjóta sínum svo nálægt okkur, að hann gat slengt stönginni í væng arnarins, svo hann varð að setjast. Og þar slepti hann byrðinni." „Móðir mín sagði mjer síðar, að jeg hefði verið dauf og utan við mig nokkra daga á eftir. En varanlegt mein fjekk jeg ekkert af þessari einkennilegu loftferð," sagði Ragnheiður í viðtalinu. Margir hafa efast um að ernir hafi afl til að ræna börnum, og einhverjir efast um að myndbandið sé raunverulegt. Viðtal Valtýs Stefánssonar ritstjóra við Ragnheiði, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins, má finna í heild sinni hér, á vefnum timarit.is, undir dagsetningunni 28. júní 1942. Tengdar fréttir Ótrúlegt atvik í Kanada - Gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn Ótrúlegt atvik í almenningsgarði í Montreal í Kanada náðist á á myndband á dögunum þegar gullörn steypti sér niður og reyndi að fljúga á brott við ungabarn. Örninn læsti klónum í baki barnsins og flaug með það í nokkrar sekúndur þar til hann missti takið þegar faðir barnsins nálgaðist. Barninu var að vonum nokkuð brugðið en það sakaði ekki. 19. desember 2012 08:54 Var myndbandið tilbúningur? Ótrúlegt myndband sem náðist á dögunum þegar gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn hefur vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum. Fjölmiðlar víða um heim hafa birt myndbandið. En nú eru sumir farnir að efast um hvort að myndbandið sé raunverulegt. 19. desember 2012 13:41 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Fornar sagnir um að ernir hafi rænt börnum á Íslandi hafa fengið byr undir báða vængi eftir að myndir eru sagðar hafa náðst af slíkum atburði í Kanada. Myndbandið er sagt tekið í almenningsgarði í Montreal og hefur vakið mikla athygli en það sýnir amerískan gullörn steypa sér niður og læsa klónum í ungabarn sem sat á grasflötinni nokkra metra frá föður sínum. Myndatökumaðurinn hljóp strax til, einnig pabbinn og barnið slapp grátandi úr klóm arnarins. Þegar myndbandið er skoðað betur sést hvernig örninn nær að lyfta barninu frá jörðinni og fljúga með það áður en hann missir takið og barnið fellur til jarðar. Þetta rifjar upp sagnir af slíkum atburðum hérlendis, eins og við bæinn Skarð á Skarðsströnd sumarið 1879. Svo vill til að árið 1942 birtist viðtal í Lesbók Morgunblaðsins við Ragnheiði Eyjólfsdóttur, sem þá var orðin 65 ára gömul, en örn var sagður hafa rænt henni tveggja ára gamalli. Ragnheiður hefur söguna eftir móður sinni, sem heyrði hræðsluóp dóttur sinnar þegar örninn hóf sig upp og flaug með hana í klónum hátt í loft upp. Fólk í heyskap á Skarðstúninu sá þetta gerast og allir þutu af stað, þeirra á meðal Bogi, sonur Kristjáns kammeráðs á Skarði, sem fór á eftir erninum ríðandi á hesti með stöng í hendi. "Og brátt kom í ljós, að örninn hafði hjer færst of mikið í fang. Jeg var stór eftir aldri, og reyndist fuglinum svo þung, að áður en hann var kominn að fjallinu, dapraðist honum flugið, svo hann flaug það lágt, að Bogi komst á reiðskjóta sínum svo nálægt okkur, að hann gat slengt stönginni í væng arnarins, svo hann varð að setjast. Og þar slepti hann byrðinni." „Móðir mín sagði mjer síðar, að jeg hefði verið dauf og utan við mig nokkra daga á eftir. En varanlegt mein fjekk jeg ekkert af þessari einkennilegu loftferð," sagði Ragnheiður í viðtalinu. Margir hafa efast um að ernir hafi afl til að ræna börnum, og einhverjir efast um að myndbandið sé raunverulegt. Viðtal Valtýs Stefánssonar ritstjóra við Ragnheiði, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins, má finna í heild sinni hér, á vefnum timarit.is, undir dagsetningunni 28. júní 1942.
Tengdar fréttir Ótrúlegt atvik í Kanada - Gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn Ótrúlegt atvik í almenningsgarði í Montreal í Kanada náðist á á myndband á dögunum þegar gullörn steypti sér niður og reyndi að fljúga á brott við ungabarn. Örninn læsti klónum í baki barnsins og flaug með það í nokkrar sekúndur þar til hann missti takið þegar faðir barnsins nálgaðist. Barninu var að vonum nokkuð brugðið en það sakaði ekki. 19. desember 2012 08:54 Var myndbandið tilbúningur? Ótrúlegt myndband sem náðist á dögunum þegar gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn hefur vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum. Fjölmiðlar víða um heim hafa birt myndbandið. En nú eru sumir farnir að efast um hvort að myndbandið sé raunverulegt. 19. desember 2012 13:41 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ótrúlegt atvik í Kanada - Gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn Ótrúlegt atvik í almenningsgarði í Montreal í Kanada náðist á á myndband á dögunum þegar gullörn steypti sér niður og reyndi að fljúga á brott við ungabarn. Örninn læsti klónum í baki barnsins og flaug með það í nokkrar sekúndur þar til hann missti takið þegar faðir barnsins nálgaðist. Barninu var að vonum nokkuð brugðið en það sakaði ekki. 19. desember 2012 08:54
Var myndbandið tilbúningur? Ótrúlegt myndband sem náðist á dögunum þegar gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn hefur vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum. Fjölmiðlar víða um heim hafa birt myndbandið. En nú eru sumir farnir að efast um hvort að myndbandið sé raunverulegt. 19. desember 2012 13:41
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels